Blogggáttin uppfærð
Ég var að sjá að það er búið að uppfæra Blogggáttina. Þetta lítur ágætlega út við fyrstu skoðun. Ég held ég muni sakna þess að hafa ekki yfirlit fréttagáttarinnar á sömu síðu - hef notað það töluvert en alltaf af forsíðu Blogggáttarinnar. Mér finnst fínt að nú skuli sjást margar færslur frá sama aðila í yfirliti - vona samt að það verði ekki misnotað.
Símaútgáfan er eins og nýja útgáfan virðist koma fínt út í síma.
Var einnig nú fyrst að sjá listann yfir vinsælustu bloggin 2010. Ég var í sjötta sæti. Hefur verið frekar latur að blogga síðan skólinn byrjaði.
Nú opnast vísanir í öðrum flipa - var það þannig? Sýnist þurfa að laga hegðunina á "listanum mínum", a.m.k. opnast linkar allir inni í rammanum en ekki utan hans.
Markús - 14/02/11 16:27 #
Vísanir hafa alltaf opnast í nýjum glugga, var þannig líka á gömlu útgáfunum. Varst þú bara ekki með eitthvað script sem fór framhjá því?
Varðandi vísanir í iframe listanum, þá er ég búinn að laga það, þannig að síðurnar opnist í nýjum glugga líka. Þetta er bara eitthvað sem gleymdist.
Markús - 14/02/11 19:03 #
Ég fékk þó nokkuð af ábendingum um að vefrit væru skilgreind sem blogg og að þau ættu ekki heima í vinsældarlistum með hinum bloggunum. Þannig að ég bjó til flokkinn vefrit og undir hann falla öll þau blogg sem fleiri en einn skrifa, ásamt vefritum vefmiðlanna eins og t.d. Sandkorn DV, Fuglahvíslið o.fl.
Óli Gneisti - 14/02/11 21:08 #
Hliðarreinin mín í Firefox er voðalega skrýtin eitthvað.
Markús - 14/02/11 21:39 #
Óli Gneisti: Prófaðu að eyða bookmark-inu fyrir sidebarinn og búa hann til aftur (undir breyta mínum lista). Þetta ætti að vera komið í lag núna.
Jón Frímann - 14/02/11 22:16 #
Það virðist vera sem svo að bloggið mitt sé dottið út af blogg.gattin.is.
Ég veit ekki hvort að þetta eru bæði bloggin, en þetta er allavegna íslenska bloggið mitt sem er dottið út af blogg gáttin.
Markús - 14/02/11 22:58 #
Jón Frímann: Ég skal skoða málið. Það væri lang best ef þú myndir síðan nota "hafðu samband" fídusinn á BloggGáttinni svo að svona athugasemdir komist nú alveg örugglega til rétta aðila :)
Gurrí - 15/02/11 14:43 #
Þetta er þrælflott! Sakna fréttagáttarinnar reyndar alveg rosalega mikið þarna hægra megin. En ... það venst vonandi. (Væri ekki hægt að setja hana fyrir neðan viðsældalistann?)
Óli Gneisti - 15/02/11 15:35 #
Virkaði.
Jóhannes Proppé - 15/02/11 15:47 #
Ég fékk standard "omg búið að breyta netinu! ojbara" sjokk þegar ég sá þetta fyrst.
Þetta fer að venjast.
Elisabeth - 15/02/11 18:17 #
I think the light blue color outlining the box to the left looks way too much like that text has been selected, at least that is the exact shade Safari uses when selecting text for copying, etc.