Eigendamál örvitans.com
Að gefnu tilefni tek ég fram að Björn Ingi, Framsóknarflokkurinn eða ríkiskirkjan hafa enn ekki keypt útgáfufélagið á bak við vefritið örvitinn.com.
Moggabloggarar, Eyjubloggarar, dv-bloggarar og aðrir sem blogga ókeypis fyrir fyrirtæki úti í bæ geta aldrei treyst því að eignarhald breytist ekki. Dag einn eru þeir allt í einu að blogga fyrir Davíð Oddson, Jón Ásgeir eða ríkiskirkjuna.
Alvöru bloggarar eru sjálfstæðir. Vissulega fær fólk traffík af því að vera á forsíðu Eyjunnar eða DV - en í staðin eru aðrir að græða peninga á bloggfærslunum. Hverjum er ekki sama um traffík.
ps. Hvaða djók er þetta að vera með fjölda fólks í vinnu við að halda úti nokkrum vefsíðum sem fyrst og fremst ganga út á að afrita (stela) greinum og myndum af erlendum vefsíðum? Er þetta ekki svona tveggja-þriggja manna vinna í mesta lagi? Ég meina, þetta fólk kann ekki enn að vísa á bloggfærslur. Getur vissulega farið tími hjá Birni Inga við að ritskoða það sem pennarnir hans ætla að skrifa - en væri ekki einfaldara að veita þeim bara aðgang að bloggkerfi?
hildigunnur - 10/02/11 08:24 #
Enda veit ég um allavega tvo sem ætla að flýja æpandi af Eyjunni núna og fara til baka á hlutlausari bloggsvæði (ég hef ekki nennt að setja upp blogg á cyrad.is vefsvæðinu mínu en hugsa að wordpress.com sé þokkalega safe).
Steindór J. Erlingsson - 10/02/11 08:38 #
Ekki lýst mér á yfirtöku Björns Inga á Eyjunni. Sama má segja um ritstjórskiptin. Gott til þess að vita að Örvitinn sé ekki til sölu!
Kristín í París - 10/02/11 09:22 #
Ég er ein af þeim sem ætla að fara burt af Eyjunni núna. Mér tekst hins vegar ekki að vista færslurnar mínar sem .xml skjal til að geta importerað þær inn á gamla (alvöru?) bloggið mitt. Á eftir að prófa í PC-tölvunni, en allar ábendingar eru vel þegnar:)
Sævar Helgi - 10/02/11 10:05 #
Það kostar alla vega 30 milljónir borga „fréttamönnum“ sem skanna erlendar vefsíður í leit að YouTube myndböndum og búa til langar og heimskulegar fyrirsagnir.
Matti - 10/02/11 10:28 #
Og skrifa "fréttir" um bloggfærslur en vísa ekki á bloggfærslurnar.
Guðmundur B - 10/02/11 23:01 #
Ætli alvöru bloggarar séu ekki hópur gremjulegra kverúlanta sem tuða yfir öllum hlutum. Bitrir menn upp til hópa!