Jón Ólafsson um fræðimennsku
Jón Ólafsson prófessor í heimspeki fjallar um fræðimennsku í nýlegri bloggfærslu1. Ég er ákaflega ánægður að sjá þessi skrif. Vona að skoðun hans eigi almennt við um fræðimennsku. Ég vil taka fram að ég er sammála Jóni, bæði almennt varðandi fræðimennsku og í þessu tiltekna máli.
„Efnið ... er vissulega mjög áhugavert og umdeilt ... Við .. erum hinsvegar ekki aðeins ósammála um túlkun. Heimildanotkun hans er svo ómerkileg og svo fjarri því að gefa rétta mynd af atburðum, atburðarás, umræðum, ákvörðunum og samskiptum þeirra sem hann fjallar um að mér er ómögulegt annað en að mótmæla þeim. Málflutning sinn kryddar hann þar að auki með aðdróttunum ... sem eru í flestum tilfellum fáránlegar.
Meginveikleiki ... er sá að hann byggir fullyrðingar sínar... ekki á neinum frumrannsóknum. ... því þarf hann að nota verk annarra og rífa úr samhengi allt sem hann finnur... Til viðbótar nýtir hann sér glefsur.... Því er það svo, að þegar lesandinn vill grafast fyrir um heimildir ... fyrir fullyrðingum ... um menn og málefni og ályktanir ... þá grípur hann iðulega í tómt.
Vandi ... er raunar klassískur. Hann fer af stað til að færa sönnur á ... tilgátu sína... Hann leitar uppi allt sem hugsanlega getur stutt þessa tilgátu í skjalaglefsum og verkum annarra ... og hrósar svo sigri. Engin tilraun er gerð til að nálgast tilgátuna gagnrýnum augum og heimildir sem benda í aðrar áttir eru sniðgengnar.“
Nákvæmlega. Akkúrat það sem ég vildi sagt hafa. Naglinn á höfuðið og allt það.
1 Bloggsíða Jóns Ólafssonar, www.jonolafs.bifrost.is, 27.01.2011.
Kristinn - 27/01/11 20:39 #
Frábær texti. Vonandi les herra B.. þetta og skammast sín ofan í rassgat.