Klám, ofbeldi og nauðgun Stefáns Mána
Stefán Máni klárar umræðuna um klám og ofbeldi. Þarf eitthvað að ræða þetta frekar?
Klám er ofbeldi. Það skyldi ég ekki áður, en svo rann upp fyrir mér ljós: Bak við "glansmyndina", blekkinguna, er bara hópur af allsberu fólki sem fær borgað fyrir að nauðga hvert öðru, og þar með var gamanið búið fyrir mig.
Hinkrum við. Hvað ætli fólk sem hefur verið nauðgað segi um þessa skilgreiningu? Finnst því eitthvað sameiginlegt með því ofbeldi sem það varð fyrir og því þegar tvær fullorðnar allsberar manneskjur stunda kynlíf fyrir framan annað fólk eða myndavélar (oftast) gegn greiðslu?
Getur verið að Stefán Máni sé úti á þekju í þessu máli?
Að sussa á barn þegar fréttatíminn hefst er ofbeldi.
Ok. Ofbeldi er semsagt marklaust hugtak. Hvað eigum við þá að nota?
Að horfa með girndaraugum á ókunnuga konu er ekki það sama og að klappa henni á rassinn eða draga hana afsíðis og nauðga henni. Frá hugarfarinu til glæpsins er langur vegur, en það eru bara svo margir ungir menn lagðir af stað eftir þessum síbreikkandi, neon-lýsta vegi. Því miður.
Hvað er maðurinn eiginlega að reyna að segja?
Hjalti Rúnar Ómarsson - 25/01/11 16:46 #
Mér finnst það undarlegt að leggja það að jöfnu (ég skil hann þannig) að "horfa girndaraugum á ókunnuga konu" og að vilja nauðga henni :S
Umferðin: Að keyra of hratt er ofbeldi.
Jahá. Þú ert vissulega að leggja líf annarra í meiri hættu með því að keyra of hratt, en varla flokkast það sem "ofbeldi".
Mér finnst þetta líka áhugavert:
Það er ekki hægt að banna klám,...
Af hverju er það ekki hægt? Fyrst að klám er svona stóralvarlegur ofbeldisglæpur (nauðgun!) þá hlýtur að vera réttlætanlegt að banna það algerlega, þó svo að það verði ekki útrýmt úr þjóðfélaginu.
Siggeir F. Ævarsson - 25/01/11 19:01 #
Já eins skemmtilegur höfundur og mér þykir Stefán Máni vera þá fannst mér hann skjóta algjörlega yfir markið í þessum pistli.
hildigunnur - 25/01/11 23:38 #
Sammála Siggeiri og pistlahöfundi hér. Spurning hvort hann ætti að hlusta á nýlegan pistil Margrétar Pálu um uppeldi og athuga hvort honum finnist enn ofbeldi að sussa á barn...