Örvitinn

Veikist bara um helgar

Ég er orðinn frekar slappur, vaknaði með hálsbólgu og kvef. Held ég hafi afrekað það á þessu ári að taka ekki einn einasta frídag úr vinnu vegna veikinda, hef tekið samtals níu klukkustundir í veikindi barna - held það hafi verið sitthvor hálfur dagurinn. Samt hef ég verið slappur af og til á árinu, það hittir bara alltaf þannig á að ég verð fyrst verulega slappur þegar ég er kominn í helgarfrí.

Það er náttúrulega bara rugl.

Annars er það próflestur sem gildir, ég er farinn að reikna.

heilsa
Athugasemdir

Nonni - 28/11/10 17:23 #

Hefurðu velt því fyrir þér að ef þú tækir frí á föstudegi (þegar þú ert kannski bara smá slappur), gætirðu kannski verið hress um helgina? Ég hef ekki séð rannsóknir um þetta, en "almenn skynsemi" segir mér að það auki líkurnar á veikindum ef maður hvílir sig ekki þegar maður er slappur.

Matti - 28/11/10 20:21 #

Þetta væri óneitanlega það skynsamlegasta í stöðunni. Í staðin mæti ég hálfslappur í vinnuna og skelli mér svo í fótbolta á föstudegi.

Reyndar hef ég ósköp lítið verið veikur - þó það hitti alltaf á helgar.

Sindri G - 30/11/10 11:22 #

Þú tekur þetta fram næst þegar þú sækir um vinnu. Setur þetta hugsanlega á ferilskrána líka.

Matti - 30/11/10 11:24 #

Æi, ætli vinnuveitendur kunni nokkuð að meta svona nokkuð :-) Tuða yfir því þegar þetta er í hina áttina. Þetta er eins og með heilsuna, maður kann ekki að meta hana fyrr en maður missir hana.