Örvitinn

383 fermetrar

Ég vildi að ég væri nógu ríkur til að byggja mér 383 fermetra einbýlishús. Ég held ég hafi ekki einu sinni komið inn í svo stórt einbýlishús.

Eins furðulegt og það er, þá telst þessi bloggfærsla væntanlega árás á lítilmagna!

dylgjublogg
Athugasemdir

Jón Frímann - 22/11/10 16:00 #

Svona hús er alveg hrikalega stórt. Samkvæmt fréttum þá var hann einnig með óselt hús uppá 210 fermetra raðhús. Þetta er greinilega hugsunarháttur sem er ekki í lagi.

Þessi maður hefði endað gjaldþrota þó svo að efnahagshrunið hefði ekki komið til. Það er alveg augljóst.

Jón Magnús - 22/11/10 16:07 #

Það er nú ekki víst - kannski var hann með svo drullufínar tekjur að hann gæti staðið undir þessu.

En það fylgir nú fréttinni að hann er einn af þeim "óheppnu" að sitja uppi með tvær eigir þegar hrunið varð. Hann er víst búinn að reyna losa sig við 210fm raðhúsið en ekkert gengið.

Matti - 22/11/10 16:09 #

Einhverjir myndu kalla það brask að kaupa nýja eign án þess að selja þá gömlu. Sumir myndu jafnvel halda því fram að fólk væri að reyna að veðja á hækkandi fasteignaverð. Ég ætla ekki að halda slíku fram.

Jón Magnús - 22/11/10 16:49 #

Ég tel að líkurnar á því að hann væri að stunda það væru hverfandi. Hann var að byggja sér hús og þurfti að búa einhverstaðar á meðan og þegar nýja húsið var tilbúið þá gat hann ekki selt gamla og endaði uppi með tvö hús og fjall af skuldum.

Matti - 22/11/10 16:52 #

Ég þekki fólk sem byggði sér einbýlishús nýlega þó það hafi reyndar verið helmingi minna en 383fm.

Það seldi íbúðina sína og bjó inni hjá foreldrum hans meðan húsið reis. Fimm manna fjölskylda.

Nú er ég ekki að segja að allir geti gert það en íslendingar hafa í gegnum árin flutt inn í hálftilbúin hús í byggingu einmitt til að sitja ekki uppi með óselda eign.

Arnar - 22/11/10 16:55 #

En sko.. þið eruð að gleyma aðal.. hvað með kynlífshjálpartækin!?!?!

Matti - 22/11/10 16:58 #

Ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir því að a.m.k. 3 fermetrar séu bara undir þau.

Jón Magnús - 22/11/10 17:24 #

Það er auðvelt að vera vitur eftirá en gott að vita með þessi kynlífshjálpartæki, maður vill fá að vita þessa hluti!

Nonni - 23/11/10 13:25 #

Sem einn af þeim sem "situr uppi með tvær eignir" þá vil ég geta þess að það hefur talist eðlilegt mjög lengi á Íslandi - þó vissulega sé það ekki skynsamlegt eftir á að hyggja - að kaupa þó eldri eign sé óseld. Ég hef svo sem ekki gert nema afskaplega óformlega rannsókn á þessu, en meirihluti af þeim sem ég hef rætt við fór þannig að fyrir hrun. (Og þá er ég ekki að tala um rétt fyrir hrun).

Þetta fólk var nefnilega hræddara við að enda heimilislaust, en með óselda eign.