Barnaníð hjá Vottum Jehóva
Fréttatíminn birtist í nýjasta blaði (pdf skjal ~28MB) viðtal við Malín Brand (bls. 32-34) sem "braust út úr söfnuði Votta Jehóva með kjafti og klóm". Hlín Systir hennar hefur einnig bloggað um söfnuðinn og trúboð hans á Pressunni Ég mæli afskaplega mikið með greininni því þetta er afar greinargóð frásögn af því hve hættulegt költ Vottar eru. Margt af því sem fram kemur er ekkert nýtt, við vitum að vottarnir útiloka þá sem yfirgefa költið, við vitum líka að "öll gagnrýnin hugsun og efahyggja eiga ekki heima" innan þess.
Aftur á móti koma sláandi ásakanir fram í þessari grein. Ég er búinn að vera að bíða eftir að aðrir fjölmiðlar fjalli málið en hef ekkert séð. Í viðtalinu segir Malín Brand að vottarnir hafi hylmt yfir með barnaníðingi. Ekki nóg með það, heldur er "einn náungi í söfnuðinum í rannsóknarlögreglunni og raunar innan deildarinnar sem sinnir kynferðisafbrotum".
Þetta er að mínu mati gríðarlega stór frétt sem allir fjölmiðlar verða rannsaka. Það þarf að staðfesta hvort þetta geti verið satt. Er starfsmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar sekur um að hafa hylmt yfir með barnaníðingi? Er einhver starfsmaður kynferðisbrotadeildar ríkislögreglustjóra meðlimur í Vottum Jehóva? Er búið að víkja honum meðan málið er rannsakað? Er búið að yfirheyra leiðtoga safnaðarins?
Þetta er ekkert djók. Þetta er stórmál og það á að gera stórmál úr þessu. Þetta mál þarf að rannsaka af fullri alvöru og þetta félag þarf að skoða gaumgæfilega.
Að mínu mati er löngu kominn tími til að svona költ séu skoðuð gaumgæfilega. Það að eitthvað sé tengt trúarbrögðum þýðir ekki að fólk eigi að fá frítt spil til að heilaþvo meðlimi, misnota börn og bannfæra fólk.
Trúarbrögð eru ekki og hafa aldrei verið ávísun á gott siðgæði eins og margir halda.
Skorrdal - 07/11/10 14:00 #
Þótt svo ég ætli ekki að fara í einhverja "fingraleiki" hérna, þá eru einstaklingar innan lögreglunnar sem hylma yfir brot félaga sinna, vegna heimilisofbeldis.
Trúarbragðasérvisku þarf ekki til, svo hylmt sé yfir brotum lögreglunnar; bara að sá sem brýtur lög, hafi sama starf og þeir sem rannsaka brotin...
(Ef "hilma" er með einföldu i-i, biðst ég afláts - og ef vantar ypsilon í athugasemdina, má bæta þeim við úr þessu "mengi": [YYYYY-ÝÝÝÝÝ-yyyyy-ýýýýý])
Arnar - 08/11/10 11:32 #
Kom eitthvað varðandi safnaðarmeðliminn sem er/var starfsmaður kynferðisafbrotadeildar í fréttinni? Sá bara endan á umfjöllunni.
Guðsteinn Haukur - 08/11/10 16:18 #
Ég tek fyllilega undir þessa gagnrýni Matti, bara ein athugasemd. Til þess að teljast kristinn, þarf þá ekki að viðurkenna Krist?
Ég meina Vottarnir vilja meina að hann (Jesús) sé einhver erkiengill, og afneita þeir þrenningarkenningunni sem jú einkennir flesta kristna menn. Þetta er meira "költ" en nokkuð annað, því þeir hafa t.d. sína eigin biblíu í BNA, og er Varðturninn, "málpípa Guðs" að þeirra mati og gengur sú skoðun í bága við alla ritninguna.
Hvernig getur það þá talist til kristinna hópa sem meira og minna eru þeim algjörlega ósammála og með ALLT annan kenningargrunn?
Nei, köllum þetta sem þetta heitir réttu nafni: KÖLT.
Arnar - 08/11/10 17:03 #
Auðvitað er þetta költ, alveg eins og allir hinir ~38.000 kristnu söfnuðirnir.
Guðsteinn Haukur - 08/11/10 17:10 #
Ég held að þeir séu flokkaðir sem jaðarhópur, og ekki sem kristnir sem slíkir. Það sem ég á við er að hafa staðreyndir á hreinu, því þeir eru svo langt frá að vera kristnir með sinn staurfesta Jesú, að hálfa væri hryllingur.
Hjalti Rúnar Ómarsson - 08/11/10 19:10 #
Og Vottarnir myndu líklega segja að fólk sem að trúir á þrenningarkenninguna sé ekki kristið.
...því þeir hafa t.d. sína eigin biblíu í BNA
Ótrúlegt en satt, þá er NWT (þýðingin þeirra) víst á mörgum stöðum betri heldur en "venjulegar" þýðingar, því þeir eru lausir við að reyna að troða sumum skoðunum í textann.
Lárus Viðar - 11/11/10 16:14 #
Vottarnir trúa því að Jesús hafi verið sonur guðs og hann muni snúa aftur á hinsta degi til að ríkja yfir jörðinni sem konungur. En hann er ekki sjálfur Jehóva.
Þeir hafa jú sína eigin Biblíu sem er þeirra eigin þýðing á ritningunni úr hebresku og grísku. Þessi útgáfa er ekki einungis bundin við Bandaríkin heldur er þessi þýðing til í nokkrum tungumálum. Líklega er hún nákvæmari en margar aðrar útgáfur af Biblíunni, í henni eru aragrúi tilvísanna og mörg dæmi úr upprunalegu ritunum með útskýringum.
Mér finnst alltaf fyndið þegar kristnir vilja segja að VJ séu ekki kristnir. Sjálfir telja þeir sig vera einu alvöru kristnu mennina og aðrir vaða í villu og svíma. Gott dæmi um skaðsemi trúarbragða, hvernig þau skipta mönnum upp í hópa byggt á einhverjum ímynduðum skoðanamun um fáránlega hluti. Hvort Jesú var negldur á staur eða kross er gott dæmi.
Óskar - 17/11/10 16:34 #
Í fréttatilkynningu frá Vottum Jehóva um þetta mál kemur margt athyglisvert í ljós.
Óskar - 17/11/10 17:18 #
Að sá sem var dæmdur í fangelsi fyrir að misnota dóttur sína er ekki Vottur Jehóva og hefur aldrei verið það, þannig að það mál er þei, óviðkomandi. Í féttum hjá ruv mátti skilja að bortamaðurinn væri Vottur Jehóva
Einar Jón - 21/11/10 04:38 #
Er þetta síðasta ekki bara "no true Scotsman" dæmi?
ET - 19/01/11 19:48 #
Faðirinn sem misnotaði dóttur sína var á þeim tíma í vottum jehóva. Sem og fjölskylda hans.
Aumur kattaþvottur.
jakob - 24/01/11 01:10 #
EF ég mætti í kyrkju seigir það ekki að ég er kristinn.og ef ég fer á samkomu hjá vottum jehóva gerir það eitt og sér mig ekki að votti jehóva. svo að mér finnst þetta seinasta comment vannta alla rökhugsun
Matti - 24/01/11 10:15 #
Réttmæt ábending Jakob en þó ekki alveg fullkominn samanburður. Þú þarft vissulega ekki að vera kristinn þó þú mætir í kirkju en ef þú mætir (reglulega) á samkomur hjá vottunum má gera ráð fyrir að þú sért votti. Það er svo annað mál hvort þú ert eitthvað sérlega trúaður eða ekki.