Hamborgarafabrikkan heimsótt
Fjölskyldan heimsótti Hamborgarafabrikkuna í fyrsta skipti á mánudag í tilefni þess að höfuð fjölskyldunnar (Gyða) átti afmæli. Ég pantaði borð klukkan hálf átta en við þurftum að bíða í tæpt korter þegar við komum, nóg að gera greinilega. Þennan sama dag byrjaði fabrikkan að selja jólaborgarann Rúdólf sem er úr hreindýrakjöti. Við hjónin smökkuðum hann en stelpurnar fengu sér barnaborgara (Inga María), Fabrikkuborgara (Kolla) og Neyðarlínuna 112 (Áróra Ósk). Fengum okkur einnig Tígrisrækjur og Fabrikkunachos í forrétt.
Tígrisrækjur var góðar, nachos vaktu luktu og minnir dálítið á það sem fékkst á Hard Rock í gamla daga. Fleira minnir á Hard Rock, stemmingin á staðnum er dálítið svipuð. Hressleiki í fyrirrúmi og hlutirnir ganga dálítið hratt fyrir sig. Á mánudagskvöld virtist annar hver gestur eiga afmæli og fékk óskalag. Sennilega þörf á stað í þessum flokki til að sinna afmælismarkaðnum almennilega, Inga María er búin að panta ferð á fabrikkuna á afmælinu sínu eftir tvær vikur.
Hreindýraborgarinn var bara nokkuð góður, Gyðu fannst hann virkilega góður. Stelpurnar voru ánægðar með sína og mér heyrðist á Áróru að hún ætlaði að pantan Neyðarlínuna aftur, en hún var sú eina okkar sem hafði komið áður.
Stelpurnar fengu sér eftirrétti, ég sagði pass enda pakksaddur. Súkkulaðikaka, afmælisís (sem Inga María borðaði fyrir hönd móður sinnar), muffins og ostakaka vöktu almenna ánægju.
Með gosi og rauðvínsglasi kostaði þessi máltíð rétt rúmlega sextán þúsund krónur.
Tinna - 04/11/10 11:47 #
Þetta hljómar vel. Hard Rock líkindin virðast viljandi gerð:
Strákunum fannst vera brýn þörf fyrir veitingastað sem býður einstaka og lifandi stemningu, framúrskarandi mat og gott verð. Þeir sem muna eftir gamla, góða Hard Rock vita að þangað fór fólk ekki einungis vegna matarins, það var ekki síst stemningin og sálin á staðnum sem gegndi lykilhlutverki. Markmiðið Hamborgarafabrikkunnar er einfalt; Að verða skemmtilegasti veitingastaður á Íslandi.
Jóhannes Proppé - 04/11/10 16:18 #
Ég er meira fyrir Búlluna. Beisik er best þegar það er beisik.
Siggeir F. Ævarsson - 04/11/10 18:24 #
Búllan er ofmetnasta búlla landsins. Drekinn er bestur þegar kemur að beisk burgers.
Bragi Skaftason - 04/11/10 18:33 #
Ég bið þig um að smakka hot-wings hjá þeim. Þeir félagar hafa tekið ábendingum vina minna um sósur og mátturinn og dýrðin er með þessari sósu sem þeir nota núna. Líka hægt að fá sér lundir á sama hátt.
Þórður Ingvarsson - 04/11/10 19:09 #
Búllan... bah, Drekinn... fnuss, Fabrikkan... foj!
Það jafnast ekkert á við búrgerana á Vitabar.
Pétur - 05/11/10 14:48 #
Er ég eina manneskjan í heiminum sem finnst hamborgarar bara alls ekkert góðir?