Örvitinn

Trúboð í leikskólum

Ansi margir hafa verið að vísa á gamla bloggfærslu þar sem ég birti myndir frá Seljakirkju úr heimsókn kirkjunnar í leikskóla í hverfinu. Myndirnar eru ekki úr leikskólanum sem dætur mínar voru í, en heimsóknir í þeirra leikskóla fór fram með sama hætti enda sömu prestar á ferð. Þeim var kennt að tala við Gvuð.

Eins og ég nefni í færslunni voru myndirnar fjarlægðar af heimasíðu Seljakirkju eftir að ég vísaði á þær en ég fann þær á archive.org og afritaði á vefþjón minn. Af hverju ætli myndirnar hafi horfið?

Það fer fram trúboð í leikskólum hér á landi. Þeir sem halda öðru fram eru að segja ósatt, ríkiskirkjuprestar sem halda því fram að ekkert trúboð fari fram í leikskólum eru að ljúga því þeir vita betur.

kristni
Athugasemdir

Baldur kristjánsson - 29/10/10 15:36 #

Af hverju notar þú svona sterk orð og miklar alhæfingar um allt er lýtur að kristni, kirkjum og þó einkum prestum. Mér finnst alhæfingar aldrei réttlætanlegar. Bkv. Baldur

Matti - 29/10/10 15:40 #

Hvaða sterka orð? Má ég ekki segja að prestar "ljúgi" þegar þeir halda því fram að ekkert trúboð á vegum ríkiskirkjunnar fari fram í leikskólum landsins?

Ég segi að þetta sé lygi vegna þess að ég og aðrir höfum vakið athygli á þessu trúboði í mörg ár. Um það hafa verið umræður og ég veit að prestar vita af þessu.

Talandi um sterk orð :-)

Hvað með "andlega örbirgð" eða "aumastu trú sem til er". Nei, nota ekkert sérstaklega sterk orð í þessari umræðu.

Siggi Örn - 29/10/10 16:25 #

alhæfingar um allt

Alhæfing?

JR - 29/10/10 17:04 #

Ekki að mér komi neitt við hvað þú hugsar, en ég efa að þú værir með svona frjóa hugsun ef þú hefðir ekki alist upp í kristni trú !!!

Matti - 29/10/10 17:06 #

Ég ólst ekki upp í "kristni trú".

Örn - 29/10/10 19:45 #

Úff, í Noregi þar sem ég bý þá hittir maður einmitt reglulega fólk sem virkilega er alið upp með "kristent livsyn". Flestir í norsku þjóðkirkjunni eru "ceremonial christians" alveg eins og á Íslandi en í stærra landi hittir maður samt oftar fólk sem er þannig alið upp.

Fyrrnefnda fólkið er upp til hópa langt frá því að vera frjótt í hugsun. Það er að vísu viss möguleiki á sumir séu það, aðallega vegna þess að það er svo oft að maður sér að það langar virkilega að segja eitthvað. En svo þegir það með óöryggið bakvið augun.

Baldur Kistjánsson - 29/10/10 21:30 #

Mér finnst sögnin ,,að ljúga" svolítið ljót. Svo felur hún ekki í sér neina nákvæmni; hvort menn eru að ljúga vísvitandi eða óvart. Sumir eru kannski að fegra eitthvað. Aðrir eru sannfærðir um sinn málstað þó hann sé hugsanlega rangur. En það bætir ekkert afgerandi alhæfingar hjá þér þó að and-skotar þínir hverjir saem það eru séu líka orðhvatir. Ekki er ég orðhvatur, alltaf jafn blíðmáll. Bkv. baldur

Matti - 29/10/10 22:38 #

Fyrirgefðu Baldur en það er ekki hægt að orða það öðruvísi.

Prestar ljúga vísvitandi ítrekað þessa dagana. Umræðan um ályktun Mannréttindanefndar einkennist af ótrúlega mörgum ósannindum presta ríkiskirkjunnar.

Ég skammast mín ekki fyrir að kalla það lygi.

Aftur á móti mættu prestarnir skammast sín fyrir að segja ósatt því þeir vita betur.

Matti - 30/10/10 10:04 #

Ég ætla að prófa að feitletra annan hluta setningarinnar svo það fari ekki framhjá neinum hver kjarni málsins er.

...ríkiskirkjuprestar sem halda því fram að ekkert trúboð fari fram í leikskólum eru að ljúga því þeir vita betur

Þórhallur Heimisson veit betur. Örn Bárður betur. Biskup veit betur.