Örvitinn

Fimm stúlkur að fróa sér

Þetta er áhugavert, hugsanlega dónalegt. Kannski klámfengið, ég veit það ekki.

Er þetta klám?

Hafið ekki áhyggjur, það er engin nekt í þessu myndbandi.

[via MetaFilter og reddit]

klám
Athugasemdir

Þórður Ingvarsson - 01/10/10 17:23 #

Er verið að reyna koma sér á topplista Blogggáttarinnar?

Reður typpískt.

Matti - 01/10/10 17:26 #

Nei, ég blogga alltof lítið þessa dagana :-) Það snýst nær einungis um fjölda bloggfærslna, ekki klámfenga titla.

Þórður Ingvarsson - 01/10/10 18:05 #

Segir mér það! Þú ert bara athyglissjúkur netofbeldisseggur dúlla og þessi gaur! draumur í dós.

Arngrímur - 01/10/10 18:28 #

Hvað nákvæmlega er pointið þitt?

Þórður Ingvarsson - 01/10/10 18:32 #

Ef spurninginn er beind að mér, þá er nákvæmlega ekkert point, bara flipp. Ég ritskoðaði mig sjálfur.

Matti - 01/10/10 18:33 #

Ég geri ráð fyrir að þessu hafi verið beint að mér :-)

Þarf ég að hafa point?

Mér þykir áhugavert að spá í hvort þetta sé klám. Þetta er klámfengið. Myndbandið hefur viss áhrif á mig. Samt finnst mér ekki hægt að kalla þetta klám.

Fyrst og fremst þykir mér þetta myndband áhugavert. Aðrir þurfa ekki endilega að hafa sömu skoðun á því og ég.

Arngrímur - 01/10/10 18:43 #

Það er ekkert að myndbandinu sem slíku. Ég var að velta fyrir mér hvort einhver frumspekileg vangavelta um hvað teljist til kláms lægi að baki, með öllum réttlætingum á klámiðnaðinum sem slík pæling kynni að leiða af sér.

Matti - 01/10/10 18:45 #

Væri agalegt að tala um klám án þess að fordæma það um leið? Er það hægt? Má það?

Arngrímur - 01/10/10 19:00 #

Það er hægt og það má. Ég sé bara ekki nokkra ástæðu til þess.

Sígaunakona gengur um götur borgar með mynd af afskræmdu barni og biður um peningaaðstoð. Það eru tugir samskonar kvenna í sömu götu, mögulega er ein þeirra einlæg. Er hægt að gefa einni peninga án þess að vera hræsnari gagnvart hinum?

Á öfugum og aðskildum nótum, er hægt að vera viss um að það klám sem maður velur sér til afþreyingar sé ekki afurð kynlífsþrældóms? Ég dæmi ekki aðra, en ég læt það vera, og gæti ekki réttlætt það til að bjarga lífi mínu.

Matti - 01/10/10 19:27 #

Hugsanlega er það hægt. En hvað með allt annað sem við notum?

Arngrímur - 01/10/10 19:39 #

Það er engin ástæða til að réttlæta það heldur, en hvað sumt snertir höfum við val, um annað ekki. Af öllum góðum dæmum þekki ég ekki annað betra þar sem við höfum val um að notfæra okkur ekki neyð annarra, nema veri það beinlínis að fara á nektarstaði eða kaupa okkur „þjónustu“ kvenna.

Matti - 01/10/10 20:43 #

Fullt af klámi er ekki afurð kynlífsþrældóms. Ég nenni ekki einu sinni að rökræða þá fullyrðingu.

Er hægt að greina það klám frá öðru klámi? Já í sumum tilvikum, t.d. með því að velja efni sem framleitt er af "traustum" aðilum, sjá t.d. greinina Feminist porn (ekkert klám í þessari grein, en vísað á klám). Hvað með áhugamannaklám, sem fólk tekur í eigin svefnherbergi?

Arngrímur - 01/10/10 22:58 #

Spurningin er afar einföld: Hvernig geturðu verið viss? Er þess virði að taka þá áhættu?

Mér er alveg sama hvort þú eða aðrir horfa á klám, einsog ég sagði, ég dæmi ekki. Spurningin snýst hinsvegar um að fórna meiri hagsmunum fyrir minni.

Kristinn - 01/10/10 23:15 #

Spurningin snýst hinsvegar um að fórna meiri hagsmunum fyrir minni.

Hugsarðu líka svona þegar þú kaupir íþróttaskó eða gallabuxur? Nú eða ipod?

Það er alltaf einhver að vinna í skítnum einhverstaðar til að neyslumenningin hérna megin á hnettinum gangi upp (um skeið).

Matti - 01/10/10 23:19 #

Nú er það að sjálfsögðu persónulegt val hvers og eins hvort hann skoðar klám. Þannig dettur mér ekki í hug að dæma fólk sem ekki skoðar klám.

Aftur á móti er töluverð umræða um að banna klám og allt sem tengist þessari svokölluðu klámvæðingu.

Þá er þetta líka farið að snúast um meiri hagsmuni og minni.

Rebekka - 02/10/10 06:10 #

Maður getur aldrei verið viss. Minn næsti varalitur sem ég kaupi (eftir 15 ár...), gæti mögulega hafa verið prófaður á kanínuaugum, gallabuxurnar mínar gætu mögulega hafa verið saumaðar af 11 ára filippeyskri stúlku sem þarf að vinna 17 tíma á dag til að borga skuld foreldra sinna, bensínið á bílinn minn kemur kannski frá Sádi-Arabíu, landi sem ég vil ALLS EKKI styrkja á nokkurn hátt; og það er líklegt að kornið sem var notað í morgunmatinn minn hafi verið spreyjað með skordýraeitri frá Monsanto, sem er siðlaust fyrirtæki.

Kannski er málið að "merkja" klám sem er gert "löglega" og með samþykki allra þátttakenda... Svona eins og "free range" egg, nema "free range" klám. Þannig getur neytandinn styrkt gerð gæðakláms og allir græða.

Ég pant fá einkarétt á titlinum "Hamingjusamar hænur". -Engar konur sködduðust við gerð þessarar kvikmyndar-.

Halurinn - 02/10/10 08:07 #

Þegar konur fróa sér er það kallað að fróa sér og er voða sætt. Þegar karlar rúnka sér er það kallað að rúnka sér og er ógeðslegt. Er til mikils mælst að maður geti rúnkað sér án þess að það sé einhver viðbjóður?

Arngrímur - 02/10/10 11:26 #

Kynlífsánauð og mansal eru ógeðfelldustu glæpir sem ég get hugsað mér, margfalt á við annan þrældóm. Þess vegna sé ég ekkert athugavert við þá afstöðu að styðja ekki klámframleiðslu, fordómalaust gagnvart öðrum, jafnvel þótt Dressmannfötin mín séu mögulega saumuð af þrælum.

Þá er klám alltaf undirorpið þeirri spurningu hvort ekki sé mikill minnihluti sem starfar í þeim geira án áþjánar. Mig grunar að raunveruleikinn sé langt frá þeim glamúrheimi sem birtist í Boogie Nights, og þótt það sé staðreynd að fólk þurfi að selja aðgang að eigin líkama til að lifa af þá á enginn að þurfa þess og ég get ekki stutt það. Mér finnst það nægur grundvöllur til að hafna klámi, þótt róttækar breytingar þurfi til að breyta þessu, sem sjálfsagt aldrei verða.

Lissy - 02/10/10 14:51 #

After much thought, I have decided the video of these five ladies may have caught your attention not so much because it is a sexual turn on, but because I think the five of them laying there like that, doing that, seems a good metaphor for Iceland's political system.

Matti - 02/10/10 15:31 #

Loks kom athugasemd um myndbandið sjálft :-)

Siggeir F. Ævarsson - 02/10/10 20:44 #

Þetta er án vafa klám, og sennilega besta klámmyndbandið sem ég hef séð í dag! Staran á stelpunni lengst til vinstri fríkar mig samt svolítið út.

Þórhallur "Laddi" Helgason - 02/10/10 21:49 #

Þetta er eitt af þessum fáu myndböndum sem tekst að vera 'æsandi' án þess í raun að sýna neitt. Allt 'klámið' fer fram í ímyndunaraflinu því þessar konur gætu allt eins verið að taka nettan Meg Ryan 'a la When Harry Met Sally... ;)

María - 03/10/10 13:10 #

Er þetta ekki jafnvel fyrir neðan þína virðingu? Faðir og fósturfaðir þriggja stúlkna? Þú ert enginn gelgja lengur sko.

Farðu nu frekar og taktu upp svipað myndband með vantrúarfélögum þínum og birtu svo.

Matti - 03/10/10 13:14 #

Finnst þér það? Áhugavert. Þykir þér þetta mjög klámfengið?

Og hvað þýðir "jafnvel fyrir neðan þína virðingu"?

Af hverju ætti ég að taka svona myndband upp með vantrúarfélögum mínum? Hvað hefur þetta með Vantrú að gera? Væri ekki nær að ég gerði þetta bara með (öðrum) vinum mínum?

Annars held ég að það yrði ekkert rosalega vinsælt.

Kristján Hrannar - 05/10/10 14:51 #

Ég held ég fari með rétt mál þegar klám er skilgreint sem kynlífsefni (texti, myndir, myndbönd o.s.frv.) þar sem kynin eru sett í ákveðin kynjahlutverk sem eru oftar en ekki bjöguð, úrelt, heimskuleg og niðrandi fyrir bæði kynin. Konan er t.d. sýnd sem óvirkur þiggjandi sem hefur það að eitt að markmiði að veita karlinum unað, og karlinn er heilalaus maskína sem ríður öllu sem hreyfist. Á þessu eru síðan ótal varíasjónir.

Þetta myndband flokkaðist ekki sem klám skv. þeirri skilgreiningu heldur erótík. Sjálfur skil ég ekki hvað sumir karlmenn fá mikið kikk út úr því að horfa á sílíkonfylltar dúkkur með gervistunur í samförum við (oft) feita, sveitta og ljóta karlmenn.

Tinna - 06/10/10 11:02 #

Ef menn vilja skoða fleiri sex-positive feminista mæli ég með Susie Bright (sérstaklega bókinni The sexual state of the union) og Gretu Christinu: http://gretachristina.typepad.com/

Persónulega finnst mér það "and-feminískara" að gera ráð fyrir að konur stundi ekki vændi eða klámframleiðslu nema þær séu neyddar til þess. Ég skil ekki "feminisma" sem málar allar konur sem kúguð fórnarlömb vondra karlmanna.

Það er auðvitað hægt að skilgreina klám fram og til baka. Ef þú skilgreinir "klám" sem "eitthvað sem niðurlægir konur" og "niðurlægingu kvenna" sem "t.d. klám"...

Tinna - 06/10/10 11:31 #

Í nýjustu greininni sinni ber Greta einmitt saman kakóiðnaðinn (þar sem barnaþrælkun er reglan frekar en undantekningin) og klámiðnaðinn.

"Should we be treating the entire chocolate industry, and indeed the very substance of chocolate itself, as irrevocably tainted? Should we be treating anyone who enjoys chocolate with moral repugnance, as callous, child-hating villains, more concerned with the gratification of their sybaritic hungers than they are with abused children?"