Örvitinn

Klám og ofbeldi - mynd!

Venn mynd sem lýsir tengslum kláms og ofbeldis

klám
Athugasemdir

Matti - 11/09/10 12:35 #

Nei, það væri þessi grafík.

Siggi Örn - 11/09/10 13:11 #

Munurinn á þessum tveimur myndum getur náttúrulega stafað af því að fólk notar mismunandi skilgreiningar. Held reyndar að það sé algengt.

Matti - 11/09/10 13:15 #

Já, það er eiginlega spurning um næstu mynd, hlutmengi í klám-myndinni.

Baldur Ragnarsson - 11/09/10 21:00 #

Það vantar eitthvað í þessa Venn-mynd. Segjum "Ekki-ofbeldi" og "Ekki-klám". Sem hluti af stærri mynd.

Alltént er ég hvorki að skoða klám né lemja fólk á meðan ég velti fyrir mér þessum myndum! ;-)

Matti - 11/09/10 21:40 #

Í Venn myndum er allt utan hringjanna það sem er ekki í þeim. "Ekki ofbeldi" er því allt það sem er utan ofbeldishringsins, þ.m.t. það klám sem er ekki ofbeldi (ef maður hallast að því að slíkt sé til).

Már - 13/09/10 09:28 #

Í orðabók sumra er "klám" einfaldlega samheiti yfir "ofbeldi" ... þar að leiðandi bjóst þú til mynd sem sýnir tvo hringi sem báðir eru merktir "ofbeldi" og delerar svo út frá henni. Í huga slíks fólks ert þú í besta falli stjarnfræðilega vitlaus, ef ekki vondur maður, en líklegast þó bæði.

Matti - 13/09/10 12:53 #

Ég hef verið að velta fyrir mér að skrifa bloggfærslu um skilgreiningu á klámi en þarf fyrst að komast að því hvernig ég get takmarkað aðgang að henni :-)

Ásgeir - 13/09/10 13:35 #

Af hverju viltu gera það?

Matti - 13/09/10 13:38 #

Í umræðum um skilgreiningu á klámi vil ég helst lýsa því frekar ítarlega, jafnvel með ljósmyndum og skjáskotum (sem ég get nú samt teiknað yfir til að gera sómasamlegt). Hvernig greinar maður sundur klám, erótík og ofbeldi án þess að skoða þannig efni?

Dætur mínar skoða síðuna mína af og til og mér þykir það efni ekki við þeirra hæfi og það sama gildir um önnur börn á þeirra aldri.

Þannig að ég myndi a.m.k. vilja hafa "popup" sem varar við að efni færslunnar sé bannað yngri en 18 eða eitthvað í þá áttina.

Ásgeir - 13/09/10 13:55 #

Ég skil.

Lalli - 15/09/10 06:45 #

Þar sem klámið og ofbeldið skarast, þar er sunnudagsmyndin á RÚV.

Matti - 17/09/10 11:51 #

Í sarpinn:

„Þvert á móti þá berjumst við gegn því að hatur í gervi kynlífs eyðileggi það sem er svo frábært og fallegt við kynlíf, en slík afskræming á sér stað í klámi." #

"Hatur í gervi kynlífs" er að mínu mati áhugaverður flötur á málinu.