Skynsemi og eðli hlutanna
En þetta gengur gegn allri skynsemi og eðli hlutanna #
Jón Valur Jensson andmælir Stephen Hawking sem væntanlega mun sjá að sér.
Hmm, hvað annað gengur gegn allir skynsemi og eðli hlutanna? :-)
Ásgeir - 02/09/10 19:48 #
Magnað hvað Jón Valur er hrokafullur. Hann íhugar ekki einu sinni þann möguleika að Stephen fokkin' Hawking hafi hugsað áður en hann talaði.
Arnar - 03/09/10 11:05 #
Magnað hvað Jón Valur getur hneykslast yfir því að eðlisfræðingurinn sé að skipta sér af sviði sem honum kemur ekkert við á meðan Jón Valur sjálfur sér ekkert athugavert við að skipta sér af sviði sem er honum sjálfum óviðkomandi með sömu rökfærslu..
Guttt - 03/09/10 14:50 #
Stephen Hawking er með doktorsgráðu í eðli hlutanna ólíkt Jóni.
Arnar - 03/09/10 15:23 #
"Maður þarf ekki að vera eðlisfræðingur til að sjá hversu fráleitar slíkar staðhæfingar hljóma."
Það hjálpar einmitt til að vera ekki eðlisfræðingur til að finnast svona staðhæfingar fráleitar :)
Óli Gneisti - 03/09/10 15:31 #
Það væri kannski hægt að byrja á að yfirheyra séra Gunnar um einfaldari atriði eðlisfræðinnar og sjá hvort hann skilji þau. Mig grunar að það yrði svipað og þegar Þórhallur kollegi hans var spurður um þróunarkenninguna og svaraði með því að fara að tala um miklahvell. Þórhalli til varnar þá hafði hann augljóslega ekki aðgang að Wikipediu svona í miðju viðtali.