Örvitinn

Fótbolti og andleg líðan


Ég er klikk!
Það hefur merkilega mikil áhrif á andlega líðan mína hvort ég kemst í fótbolta eða ekki. Í dag mætti ég í fótbolta í fyrsta skipti í mánuð síðan ég tognaði enn og aftur. Þetta var jafnframt fyrsti föstudagstími vetrarins og því fyrsti inniboltinn eftir sumarpásu. Þess má geta að ég skoraði fyrsta mark vetrarins með lúmsku skoti frá miðju.

Ég var dálítið stressaður yfir því að togna aftur en slapp. Tók nú ekkert rosalega á því en spriklaði þó eitthvað og var farið að verkja í lungun eftir tíu mínútur. Mér líður bara svo óskaplega vel eftir boltann. Ræddi þetta við Dr. Gunna* fyrir tímann, sagði að mér fyndist að það ætti einhver að rannsaka tengsl fótboltaiðkunar og andlegrar heilsu karlmanna á miðjum aldri.

Vona bara að ég nái að spila fótbolta reglulega í vetur - svo ég sturlist ekki!

*Ekki tónlistarmanninn heldur sálfræðinginn Dr. Gunnar Hrafn Birgisson. Segið svo að ég geti ekki namedroppað.

dagbók
Athugasemdir

Kristinn - 27/08/10 13:23 #

Matthías Ásgeirsson viðurkennir það á vefsíðu sinni í dag, að hann eigi við geðræn vandamál að stríða. Matthías reifar þar áhyggjur sínar af að hann muni "sturlast" og segir að lokum "Ég er klikk!"

"Þetta er vel þekkt afleiðing af því að vera trúlaus", segir Biskup Íslands.

Matti - 27/08/10 13:28 #

Núna er Bjarni Randver eflaust að skella þessu á glæru fyrir veturinn :-)

Steini - 27/08/10 13:54 #

Ég hef ekki komist í bolta í 2 mánuði og er alveg að fara að missa mig, hef reyndar náð að deyfa kvalirnar með mikilli bjórdrykkju í sumar. Þannig að það þarf annaðhvort bjór eða fótbolta til að halda geðheilsunni (bæði er samt best).

Þórhallur "Laddi" Helgason - 27/08/10 16:02 #

Mín reynsla er sú að ef maður kemst ekki í reglulegan bolta þá þarf að taka út 'hreyfiþörfina' með öðrum hætti. Mæli með hlaupum fyrir þá sem þola ekki álagið sem fylgir tuðrusparki, að vísu er ekkert substitute fyrir góðan bolta... ;)

Matti - 27/08/10 16:21 #

Já, það er rétt að í grunninn snýst um hreyfingu og ég hef t.d. ekkert hreyft mig síðan ég tognaði.

Svo er líka ákveðin útrás í boltanum sem maður fær ekki í hlaupum eða ræktinni, það er eitthvað svo skemmtilegt að gera fallega hluti á fótboltavelli - hvort sem það er að skora eða leggja upp mark.

Freyr - 27/08/10 21:58 #

Heldur finnst mér varnarvinnan fá lítinn sess hjá þér Matti. Ekkert er jafn fallegt í fótbolta og góð varnarvinna.

Matti - 27/08/10 22:57 #

Jújú, vörnin getur líka verið helvíti falleg.

(kemst þessi athugasemd í gegn eftir uppfærslu, það er spurningin)

Matti - 27/08/10 23:00 #

Fór ekki beint inn, en hvað með þessa?