Örvitinn

Veikt fólk á netinu

Vandamálið er að það er svo óskaplega erfitt að sjá hvort fólk er veikt eða ekki. Lögmál Poes er ekkert djók. Stundum svarar maður fólki og lendir jafnvel í rökræðum við það án þess að gera sér nokkra grein fyrir því að það er sturlað fyrr en það er orðið of seint. Einu sinni birti ég t.d. lesendabréf á Vantrú frá afskaplega geðveikum manni og þá er ég að nota orðið geðveikur í hefðbundinni merkingu, maðurinn var og er sjúklingur. Það voru algjörlega mín mistök að birta bréfið.

Þá getur maður ekkert gert annað en að fylgjast með af hliðarlínunni og vona að fólk fari sér ekki að voða. Ég verð samt að játa að ég á oft óskaplega erfitt með að halda aftur af mér.

dylgjublogg
Athugasemdir

Matti - 28/07/10 15:46 #

Þarf maður ekki að vera dálítið sturlaður þegar maður endurbirtir sömu bloggfærslurnar aftur og aftur til að fá meiri athygli?