Sóttar úr sumarbúðum
Við hjónin tókum okkur frí fyrir hádegi í gær og sóttum stelpurnar sem eyddu vikunni í Ævintýralandi. Þegar við komum voru krakkarnir að horfa á bíómynd sem þau höfðu gert þannig að við fengum að glápa líka. Kaupum myndina svo á DVD síðar.
Þær voru óskaplega kátar, skemmtu sér mjög vel í sumarbúðum og höfðu haft nóg fyrir stafni. Heimferðin var vel nýtt í frásagnir af fólki og atburðum. Við höfðum fylgst vel með þeim á bloggsíðu sumarbúðanna. Afskaplega sniðugt fyrir foreldra sem hafa örlitlar áhyggjur af börnunum sínum.
Það er afar sennilegt að þær fari aftur næsta sumar.
Halldór E. - 21/07/10 14:25 #
Það er ekkert grín að senda barnið sitt í sumarbúðir. Ég man hversu mikla þörf ég hafði fyrir að fylgjast með því sem dóttir mín var að gera, og hvort allt væri í lagi þegar hún fór í fyrsta sinn. Og það þrátt fyrir að ég þekkti allt starfsfólk með nafni og hefði í mörgum tilfellum tekið þátt í að þjálfa það til starfans (það var reyndar ekki í Ævintýraland).
En aðalástæðan fyrir athugasemdinni er sú að vísunin á bloggsíðu Ævintýralands er röng. Hún á að vera sumarbudir.blog.is.