Frumlegur trúmaður
Það er fróðlegt að fylgjast með því þegar trúmaður uppgötvar nýja "speki" eins og að trúleysi/gvuðleysi sé trú.
Margir skoðanabræður hans hafa haldið þessu fram og trúleysingjar hafa ítrekað svarað fyrir sig. Þetta er bara kjánaleg umræða, jafnvel barnaleg.
Heimspekilega þenkjandi trúmenn ættu að prófa að lesa fleiri greinar áður en þeir láta eins og þeir hafi uppgötvað (ný og merkileg) sannindi.
Að sjálfsögðu eru einhverjir vantrúaðir sem eru ekki trúaðir, þeir sem bera enga virðingu fyrir ólíkum skoðunum og er nákvæmlega sama um siðferði eða mannleg gildi, en þeir sem hafa áhuga á að byggja betra samfélag, þeir eru trúaðir þó þeir viti það ekki sjálfir.
Þetta er magnað.
Óli Gneisti - 16/07/10 11:24 #
Það vantar nú yfirleitt hið einfalda: Að skilgreina trú. Þar fellur það. Ég las annars áhugaverða bók um daginn þar sem trúarbragðafræðingur lagði fram þá þumalputtareglu að skilgreining á trú þyrfti að vera þannig að hún næði ekki yfir íþróttir og pólitík.