Agalega öfgafólkið
Öfgaeldgos!
Ég er semsagt ekki sinnulaus um allt og alla. Það mætti jafnvel halda því fram að margir íslendingar séu öfgafullir í sinnleysi sínu, svo fullkomið er það. Sumum er bara sama um allt. "Hvaða máli skiptir þetta" er setning sem það notar í hvert skipti sem einhver tjáir skoðun nálægt því.
Mér leiðist óskaplega að sjá fólk gagnrýnt fyrir að hafa "öfgafullar" skoðanir. Sérstaklega þegar þeirri gagnrýni fylgja svo engin góð dæmi um þessar meintu öfgar. Þá skiptir engu máli hvort öfgamaðurinn er trúleysingi, feministi, umhverfissinni, friðarsinni eða stuðningsmaður Liverpool.
Öfgar eru ekkert slæmar í sjálfu sér. Eina sem ég fer fram á er að fólk sé tilbúið að skoða rök og ræða málin.
Már - 01/06/10 23:08 #
Passaðu þig bara að falla ekki í þá gryfju að finna þig knúinn til að taka upp hanskann fyrir hina og þessa af þeim sökum einum að þeir eru "öfgamenn".
Innihaldið skiptir máli, og framsetningin líka. Stundum eru baráttumálin hreinlega röng/ranglát, og eins geta sumir öfgamenn beitt aðferðum sem fólki hugnast ekki. Það er ekki allt jafn gott í þessum efnum.
Á sama hátt er ekki heldur sjálfgefið að allir öfgaandmælendur séu á móti öllum öfgum, eða hafi sjálfkrafa rangt fyrir sér.
Ég er ekki að væna þig um forheimsku í þessum efnum - heldur finnst bara ástæða til að benda á hið augljósa, að þið "öfgamennirnir" eruð ekki endilega allir saman í liði.