Bloggstíll Jónasar
Ég veit ég hef talað um þetta áður og ég biðst velvirðingar á að endurtaka sömu tugguna en ég verð að benda á þetta fína dæmi um bloggstíl Jónasar. Þetta voru sex síðustu færslurnar á blogginu hans þegar ég kíkti áðan. Máttur endurtekningarinnar og allt það. Já, hann ætti að fá sér flokk en mun ekki fá hann.
Kristján Atli - 18/05/10 12:45 #
Ég man ekki hvort ég hef spurt þig áður að þessu en ég verð að spyrja, af hverju ertu að lesa Jónas ef þér finnst hann svona slappur og/eða augljós bloggari/heimsóknahóra?
Ég meina, hann skrifar stuttar færslur og jafnan fleiri en eina um hvert efni til þess að drýgja tölfræði á Blogggáttinni eða einhverju álíka tilgangslausu, og þú spilar beint upp í hendurnar á honum með því að smella og lesa.
Það er ákveðin listgrein að ýta á "Unsubscribe", "Block" eða "Hætta áskrift". Það verður alltaf til vitlaust fólk sem skrifar vitlausar bloggsíður. Þú ert bara að gera þér óleik með því að lesa þær og elta pirringinn uppi. :)
Matti - 18/05/10 13:35 #
Ég les allt :-)
Svo pirrar þetta mig ekkert mjög mikið. Þetta finnst mér t.d. dálítið skemmtilegt.
Svo fékk ég eiginlega alveg ókeypis bloggfærslu - til að drýgja tölfræði á Blogggáttinni ;-)
Kristján Atli - 18/05/10 16:55 #
Ég biðst afsökunar. Ég hreinlega gerði ráð fyrir að þér hlyti að þykja þetta leiðinleg bloggsíða hjá Jónasi. :-)