Örvitinn

Helgarskýrslan

Kolla og Inga MaríaÉg sit úti á stétt með ferðatölvun og er að taka mér pásu frá garðverkunum. Er búinn að klippa tré, raka og reita arfa síðustu tvo tíma. Mikilvægt að taka góðar pásur líka.

Á föstudag hittumst við vinirnir og drukkum nokkra öl saman. Átum indverskan mat eins og í síðustu skipti, köstuðum pílu og spjöllum um allt milli himins og jarðar. Enduðum á Ölstofunni þar sem við sátum þar sem við sátum til rúmlega hálf tvö. Óskaplega vel heppnað kvöld í alla staði.

Í gær skelltum við fjölskyldan okkur í Fjölskyldu og húsdýragarðinn. Vorum greinilega ekki ein um þá hugmynd því þar var fullt af fólki í góða veðrinu. Um kvöldið grillaði ég tandoori kjúkling sem ég hafði marinerað í sólarhring og nan brauð sem ég gerði að sjálfsögðu frá grunni (monti lokið).

Það er ósköp huggulegt að sitja úti meðan sólin skýn, þó ský skyggi (sem betur fer) af og til. Hér garga reyndar kirkjuklukkur, helvítis hávaði er þetta.

dagbók
Athugasemdir

Haukur H. Þórsson - 16/05/10 23:01 #

Það væri gaman að fá að heyra uppskriftina af nan-brauðinu :-)

Kv, Haukur

Brynjar - 17/05/10 11:15 #

Já, eða kjúklingnum - eða kannski öllu frekar marineringunni? :)

Matti - 17/05/10 11:20 #

Marineringin var eitthvað sull eftir minni og út frá leiðbeiningum á netinu. Ég held þetta hafi verið niðurstaðan.

  • 2 dósir hrein jógúrt
  • safi úr hálfri sítrónu
  • tvö hvítlauksrif
  • saxaður engifer, 2 msk
  • malað cumin, 1 msk
  • malaður kóríander, 1 tsk
  • cayenne pipar, 1/2 tsk
  • malaður negull, 1/4 tsk
  • cardamom (ísl?) 1/4 tsk
  • svartur pipar 1/4 tsk
  • salt rúmlega 2 tsk

Maukað saman í matvinnsluvél. Skar aðeins í kjúklingabitana (læri og leggir), setti í eldfast mót úr gleri, hellti marineringu yfir og lét marinerast í sólarhring.

Þetta var hugsanlega örlítið of salt hjá mér, ekki það að bragðið væri of salt heldur fundum við til þorsta um kvöldið. Svo vantaði alveg rauða litinn í marineringuna :-)