Vandvirkni og heilindi háskólakennara
Vandvirkni og heilindi
2.1.3 Kennarar, sérfræðingar og nemendur eru gagnrýnir á sjálfa sig og vanda dóma sína. Þeir falsa ekki eða afbaka upplýsingar, gögn eða niðurstöður rannsókna. Þeir gæta þess að birtar niðurstöður veiti ekki einhliða og villandi mynd af viðfangsefninu. Þeir forðast hvers kyns mistök og villur í rannsóknarstarfinu. Verði þeim á mistök viðurkenna þeir þau og gera það sem þeir geta til að bæta fyrir þau. #
Er ekki rétt að fjarlægja þessa klausu? Það heftir væntanlega málfrelsi starfsmanna Háskóla Íslands ef þeir mega ekki gefa einhliða og villandi mynd af viðfangsefninu.
Ásgeir - 11/05/10 13:54 #
Sumir háskólakennarar, ég nefni engin nöfn, ættu að taka undir það með þér, til að geta kallazt samkvæmir sjálfum sér.
Siggi Óla - 11/05/10 21:44 #
Það er náttúrulega ófært ef kennarar geta ekki hagað kennslu og efnistökum eftir eigin geðþótta án þess að þurfa að hafa áhyggjur af sannleiksgildi, fölsunum og/eða afbökunum. Svo er líka setningin um að viðurkenna mistök og leitast við að bæta úr þeim ákaflega íþyngjandi svo ekki sé meira sagt.
Ásgeir - 07/02/11 20:23 #
Er þetta í alvöru frá honum?