Örvitinn

Útibolti í hádeginu

Spiluðuðum úti á gervigrasinu í Safamýri í frábæru veðri í hádeginu. Stórfínt að komast út og sprikla. Þó það sé gaman í innibolta er það ekki það sama.

Ef þið hafið áhuga á að spila fótbolta í hádeginu á þriðjudögum, miðvikudögum og eða fimmtudögum í sumar megið þið endilega hafa samband. Þetta er breiður hópur fólks sem spilar í þessum tímum og alltaf pláss fyrir fleiri, þarna eru forritarar eins og ég, fjölmiðlamenn, beyglur*, kvikmyndaleikstjórar og meira að segja pólitíkusar af og til svo eitthvað sé upp talið. Ef nógu margir mæta er spilað á stórum velli, 11 á móti 11 en það hefur reyndar ekki oft verið svo góð mæting, oftast eru þetta 10-16 sem mæta.

Annars var mér ráðlagt að mæta ekki í fótbolta í hádeginu eftir blóðgjöf en ég drakk Gatorate og át Snickers og banana fyrir hádegi - var ekkert svo slappur.

* Sko, Halla Gunnars notar þetta sjálf!

dagbók
Athugasemdir

Bragi Skaftason - 04/05/10 15:13 #

Matti ég er maður í bolta, er að vinna í TM þannig að ekki er langt að fara. Eruð þið alla dagana þarna?

Matti - 04/05/10 15:19 #

Erum semsagt þri, mið og fim í Safamýri. Það mæta ekki allir alla dagana, ég hef verið að mæta í þri og mið bolta síðustu vikur. Menn melda sig í tölvupósti, þannig að þetta er bara spurning um að bæta þér á þann lista.

Bragi Skaftason - 04/05/10 21:21 #

Endilega bættu mér á hann. Er orðinn þyrstur í meiri bolta.

Sævar Helgi - 05/05/10 11:28 #

Bættu mér endilega á listann. Myndi þiggja með þökkum að fá að hreyfa mig reglulega í sumar. "Gvuð" veit að ekki nenni ég að fara út að skokka.

Matti - 05/05/10 12:00 #

Boltinn féll niður í dag vegna dræmrar mætinga. Bragi, fékkst þú ekki póst? Hvað um það, Sævar ég skelli þér á listann líka.

Sverrir - 05/05/10 13:08 #

Sæll Matti Ég hefði mikinn áhuga á að komast í bolta í sumar. Geturðu komið dyggum lesanda síðunnar á listann?

Matti - 05/05/10 13:28 #

Ekkert mál.

Bragi Skaftason - 05/05/10 14:20 #

Þetta var allt að frussast inn núna rétt eftir hádegið í einunm slurp. Það var eitthvað öryggisvandamál með gmailinn minn. Ætti að vera í lagi núna.

Á að vera bolti á morgun?