Gaf blóð - en þú?
Fór og gaf blóð í 27.* skipti. Hef ekki farið í heilt ár! Merkilegt hvað tíminn líður hratt, ég sem reyni alltaf að mæta reglulega í Blóðbankann. Blóðþrýstingur var 122/70 og púls 65.
Af hverju gefur þú ekki blóð? Hvet fólk til að drulla sér í Blóðbankann og láta dæla úr sér 450ml af blóði áður það fær sér djús og skúffuköku. Klikkar ekki og maður gerir eitthvað jákvætt fyrir samfélagið í stað þess að tuða og væla eins og vanalega!
* Reyndar held ég að það vanti 2 eða 3 skipti í þetta, ég fór fyrst þegar ég var í Verzló en svo þegar ég byrjaði aftur að gefa nokkrum árum síðar vantaði fyrstu gjafir í töluna.
Ak - 04/05/10 12:50 #
Bíddu, mega trúlausir nú gefa blóð!?** Hvað næst, á maður von á blóði úr samkynhneigðum?*
*Vona að kaldhæðnin hafi skilað sér.
**Þú virðist hafa gefið í 27 skipti í dag, ekki í 27. skipti.
Matti - 04/05/10 13:52 #
Það munar miklu um þessa punkta þó þeir séu litlir. Já fjandakornið, meira að segja trúlausir níðingar sem láta ekkert gott af sér leiða mega gefa blóð :-)
Helgi Briem - 04/05/10 14:38 #
Ég er búinn að gefa sirka 70 sinnum ef allt er talið og tel einsýnt að þetta smit sé það sem veldur hríðvaxandi trúleysi og afsögnum úr þjóðkirkjunni!
Björn Ómarsson - 04/05/10 15:18 #
Hvað næst, á maður von á blóði úr samkynhneigðum?
Nei, ekki seinast þegar ég vissi. Er það ekki rétt að samkynhneigðir karlmenn meiga ekki gefa blóð? Þetta er (held ég) vegna samstarfs blóðbankans við erlenda blóðbanka, sem halda ennþá að HIV sé afleiðing "syndsamlegs" lífernis.
Þessu var mótmælt hér um árið með því að hvetja fólk til þess að gefa blóð (að sjálfsögðu) en svara ekki endaþarmsmaka-spurningunni.
Sirrý - 04/05/10 22:30 #
ég er búin að fara í prufuna og má fara og gefa blóð en verð að viðurkenna að það eru þungskref að taka að fara þangað hrillir soltið við tilhugsunninni. Lofa því að ég fer eftir prófinn.
Valdimar - 05/05/10 14:27 #
Ég skil þig mjög vel, Sirrý, leið alveg eins og þér þegar ég gaf fyrst blóð. En þetta er auðveldara en maður heldur, og svo líður manni svo vel eftir á að hafa hugsanlega bjargað mannslífi með því að láta tappa af sér smá blóði. Þetta er eitthvað sem allir ættu að gera.