Lögregla og mótmælendur
Lesið frásögn Magnúsar Sveins af atburðum í héraðsdómi og hafið í huga þegar þið meðtakið aðrar fréttir af því sem þarna átti sér stað.
Sannleikurinn er sá að það voru engar ryskingar og læti fyrr en lögreglan hóf að ryðja dómssalinn.
Þetta er grafalvarlegt mál. Það hlýtur að vera krafa borgaranna að lögreglan stilli til friðar – að lögreglan komi í veg fyrir óeriðir eða ófrið: Ekki að hún beinlínis búi þau til. Lögreglan hleypti dómnum upp í læti með því að fara strax í hart við háværa manninn, frekar en að biðja hann kurteislega um að hafa sig hægan og tilkynna honum að ef hann yrði með róstur eða dólgslæti yrði hann fjarlægður. #
Annars hlýtur að vera sterkur leikur fyrir ákærðu og verjanda þeirra að benda á að nákvæmlega svona þróist þessi mál.
Ásgeir - 30/04/10 18:44 #
Já, það væri góður leikur, ef ég hefði hina minnstu trú á því að hér væri réttarríki.