Örvitinn

Búrkur, klám og nektardans

burkaÉg heyrði frétt í útvarpinu í morgun um að Belgar hefðu samþykkt lög sem banna búrkur. Fór þá að velta fyrir mér hugsanlegum viðbrögðum við þessum lögum og fyrirhugaðri lagasetningu í Frakklandi.

Þá datt mér allt í einu í hug hvort þetta bann væri ekki hægt að rökstyðja með sama hætti og bann við nektardansi og klámi. Ég er ekki frá því að það sé hægt að nota nokkurn vegin sömu umræðu um þessi mál.

Samt var ég ekki fylgjandi banni við nektardansi en er frekar jákvæður varðandi bann á búrkum.

Greinilega ekki samræmi hjá mér - en hvor vinkillinn er "réttur"? Snýst þetta um frelsi kvenna til að velja það sem þær gera (hvort sem það er nektardans eða búrka) eða hvort konur eru neyddar í þessa stöðu (hvort sem það er nektardans eða búrka) af karlpungum?

Í framhaldi af því getum við velt fyrir okkur nunnum og mansali (og búrkum).

Mynd frá niomix2008 af flickr með cc leyfi.

feminismi
Athugasemdir

E - 30/04/10 12:40 #

Það verður að fara mjög varlega í að banna hluti, þá sérstaklega fatnað og klæðaburð. Þá er sama hvort fólk klæði sig eftir ofbeldistrú, lélegum smekk eða almennri heimsku.

Þó er hægt að færa rök fyrir því að öryggissjónarmið séu fyrir því að ekki sé leyfilegt að fela sig algerlega á götum úti með þessum "klæðnaði".

Smekklegt væri samfélagið ef allir væru klæddir í eins lak frá toppi til táar, þó að sjálfsögðu með neti fyrir augum, til að tryggja öll þægindi.