Séra Svavar um lauslæti og siðgæði þjóðarinnar
Því miður er ástandið á Íslandi ennþá þannig að þar eru hugtökin „siðgæði" og „dyggðir" hálfgerð tabú.
Skrifar séra Svavar um lauslæti ungra íslendinga. Já, presturinn hefur áhyggjur af siðgæði þjóðarinnar.
Talandi um siðgæði. Það var einmitt úrskurðað á sínum tíma að séra Svavar skorti siðgæði. Aldrei hefur sérann beðið viðkomandi afsökunar á siðferðisbroti sínu - þvert á móti hélt hann bara áfram að drulla yfir þann sem hann braut á þegar hann hélt að enginn trúleysingi væri að hlusta.
Séra Svavar mætti sína iðrun í því máli fyrst honum er siðgæði svona hugleikið en ætli iðrun sé ekki eitt af bannorðum presta, a.m.k. þegar það skarast á við hagsmuni.
Steinunn Rögnvaldsdóttir - 29/04/10 08:20 #
Lauslæti Íslendinga hluti vandans? Já einmitt. Er þetta ekki meira svona a) tregða fólks til að drullast til að nota smokk og b) rakstur að neðan, sem má miklu frekar rekja til klámvæðingar heldur en frjálsra ásta = rót vandans. Það kemur hvorki prestum né öðrum við með hverjum eða hve mörgum fólk stundar kynlíf. Það er hins vegar samfélagslegur kostnaður af því að svo margar konur fái leghálskrabba, og því er gáfulegra að tala fyrir frekari notkun smokksins og að stelpur dragi úr því að snoða á sér píkuna, heilsunnar vegna.