Örvitinn

Gvuð hatar Jónas

Samkvæmt mínum heimildum var fyrirvarinn (síðasta setning, innan sviga) ekki í upprunalegu bloggfærslu Jónasar. Karlgreyið vissi ekki að Landover Baptist er grínsíða en einhver hefur bent honum á það og þá bætti hann sviganum við svo ekki kæmist upp um vitleysuna.

Í annarri bloggfærslu gleymir Jónas að taka fram að ekki er nóg með að hann skrifi aldrei athugasemdir, heldur leiðréttir hann ekki rangfærslur þó honum hafi verið sendur tölvupóstur og bent á villur í bloggfærslu. Hann lýgur einfaldlega og passar sig svo á því að koma leiðréttingum ekki að. Slíkt er háttur skíthæla.

Jónas hefur ekki opið fyrir athugasemdir af tveimur ástæðum. Hann hefur ekki tækniþekkingu til þess og auk þess kann hann ekki að taka leiðréttingum. Frekar vill hann láta dæma sig fyrir dómstólum (sem hann getur síðar sagt að hafi eitthvað á móti sér) heldur en að leiðrétta rangfærslur. (Svo er hægt að bæta við sviga eftirá án þess að taka fram að um misskilning hafi verið að ræða.)

dylgjublogg
Athugasemdir

Henrý Þór - 25/04/10 18:26 #

Ég hef nú reyndar aldrei séð blogg batna við athugasemd, eða að máttur athugasemda sé svo mikill að hann geti snúið síðuskrifara sé hann haldinn ranghugmyndum. Sjá t.d. Skafta/Skapta og Rögga til staðfestingar.

Hinsvegar finnst mér ágætt að þú hafir opið fyrir athugasemdir hjá þér, þar sem þú fjallar oft um stöff sem ég hegg eftir. Þannig losna ég við að þurfa að byggja upp minn eigin lesendahóp og get sníkjubloggað hjá þér, svona þegar sá gállinn er á manni. :-)

Matti - 25/04/10 18:30 #

Það gerist sjaldan að bloggarar skipti um skoðun vegna athugsaemda (bloggarar eru oft þrjóskir) en lesendur sjá þó aðra hlið á málinu í athugasemdum.

Mér þykir þessi bloggfærsla mun betri með athugasemdum :-)

E - 25/04/10 19:29 #

Ég opnaði Jónas um 14:30, fór svo út og var að koma að skjánum núna. Þetta er beint...

2010-04-25 Punktar "Guð hatar Ísland Landover Baptistakirkjan upplýsir, að guð hati Ísland. Sýnir norska fánann því til staðfestingar. Annað í grein Jim Osborne safnaðarprests er nálægt réttu. Enda hefur hann fengið orðu fyrir að hætta að runka sér. Íslendingar trúa á forna guði eða eru Lúterstrúar, sem er sama tóbakið. Hlið helvítis eru á Íslandi. Guð sendi bankahrunið til Íslands. Frægasti Íslendingurinn er Björk, sem liggur með "negra". Íslendingar hafa kvenkyns forsætisráðherra, þótt guð banni það. Þeir eru andskotans friðarsinnar og hafa engan her. Þeir þola homma og hafa ríkisrekna heilbrigðisþjónustu, meira að segja reðursafn."

Ekkert meira. Þessi viðhorf má samt örugglega finna víða, (hugsanlega einstaka skoffín hérlendis)þannig að gamli fær að njóta vafans, enda vafasamur.

Gísli Már - 25/04/10 20:03 #

Þetta er hárrétt. Hann breytti færsluni eftirá. Og Jónas kallræfillinn sífellt kallandi allt og alla í kringum sig fábjána! Heimskustu þjóð í heimi! Hann (veit) greinilega hvað hann er að tala um.

Morgundavíð hefur líka vitnað í LOB sem fréttaveitu/heimildaveitu. Reyndar bara á prenti svo ég viti.

Er það undarlegt að maður hafi litla trú á fjömliðlum á landinu.

X - 25/04/10 20:38 #

Jónas hafði þá yfirlýstu stefnu á DV að hugsa aldrei um neitt fyrir fram, heldur vaða áfram og sjá hvernig lukkaðist. Þegar við bætist algjör fyrirlitning á því að endurskoða eigin verk og gagnrýna er komin uppskrift að algjöru hugsunarleysi og hroka. Það er engin tilviljun að Mikki Torfa er svona hrifinn af honum.

Matti - 25/04/10 20:43 #

Í einu máli sem ég þekki ágætlega kvartaði maður undan umfjöllun DV - sem var tilraun til mannorðsmorð.

Í stað þess að leiðrétta umfjöllunina, sem var augljóslega röng, auglýsti DV eftir sögum um þann mann, bauðst til að borga fólki ef það gæti komið með einhvern skít á hann! Þá voru bæði Jónas og Mikael ritstjórar.

Síðar þurfti útgefandi DV að greiða himinháar skaðabætur útaf umfjöllun DV. Jónas er enn á því að dómararar hati blaðamenn, sér ekki að hann hafi gert nokkuð rangt. Ég veit ekki til þess að hann hafi verið dagdrykkjumaður þegar þetta gerðist.