Örvitinn

Nawal El Saadawi, feminsti og hetja

Nawal El Saadawi: Egypt's radical feminist

She still refuses to tone down her work. "I am very critical of all religions," she says. "We, as women, are oppressed by all these religions." It is religious extremism, she believes, that is the biggest threat to women's liberation today. "There is a backlash against feminism all over the world today because of the revival of religions," she says. "We have had a global and religious fundamentalist movement." She fears that the rise of religion is holding back progress regarding issues such as female circumcision, especially in Egypt.

Af hverju heyrist sjaldan gagnrýni á trúarbrögð frá feministum hér á landi?

feminismi
Athugasemdir

Arngrímur - 21/04/10 01:28 #

Þú hefur kannski bara misst af henni? Hún er nokkuð tíð.

Matti - 21/04/10 07:57 #

Já, sennilega hefur hún farið framhjá mér. Ég fylgist reyndar nokkuð vel með umræðu um trúarbrögð en að sjálfsögðu sé ég ekki allt. Finnst algengara að feministar hér á landi gagnrýni þá sem t.d. vilja banna búrkuna á opinberum stöðum - eins og þessi ágæta kona.

Eva Hauksdóttir - 22/04/10 08:57 #

Það er vegna þess að þeir íslensku feministar sem tjá sig opinberlega eru flestir borgaralegir feministar. Hugmyndafræði borgaralegra feminista byggir á feðraveldinu. Eina raunverulega breytingin sem þær vilja er mæðraveldi í stað feðraveldis, þ.e.a.s. að hærra hlutfall valdníðinga skarti píku í stað typpis.

Allt yfirvald er reist á grunni trúarbragðanna og þessvegna væri út í hött fyrir þessa yfirvaldsfeminista að gagnrýna það viðbjóðslegasta við trúna, sem er andstyggð á sjálfstæðri hugsun, gagnrýninni orðræðu og yfirhöfuð öllu andófi gegn pólitískri rétthugsun.

Steinunn - 22/04/10 10:39 #

Ég held reyndar að þetta sé ekki alls kostar rétt hjá Evu, þar sem að flest sem væri hægt að skilgreina sem borgaralega feminista, eru svo borgaraleg að þau myndu ekki einu sinni sjálf skilgreina sig sem feminista og alls ekki sjá sig sem einhvern sem talar fyrir þeim málstað. Held að það sé í raun hægt að skilgreina meirihlutann af þjóðinni sem borgaralega feminista, þ.e.a.s. einhverja sem eru fylgjandi því að lagalegum hindrunum fyrir kynjajafnrétti sé rutt úr vegi, en vilja ekki uppræta (og draga reyndar í efa) það misrétti sem er rótgróið í samfélagsgerðinni og styðja alls ekki neinar sértækar aðgerðir. Höfðatölufeministinn er svo auðvitað til, en hann er gróflega ofmetin fígúra í íslensri feminismaflóru, það geta allir kynnt sér sem hafa áhuga.

Varðandi hvað feministar tala um og hvað ekki, þá einkennist það oft af því sem er að gerast í nærumhverfinu. Ógnirnar sem Nawal El Saadawi ræðir um eru af slíkri stærðargráðu að það er ekki eitthvað sem að íslenskar konur hafa þurft að óttast lengi, þó að vissulega sé slíkt þó rætt, sbr. að Kolbrún Halldórs og fleiri lögðu fram frumvarp um bann við umskurði kvenna fyrir nokkrum árum.

Það þýðir þó ekki að umskurðir í Egyptalandi séu minna mikilvægari en það sem feministar gagnrýna við íslenskt samfélag. Þetta er spurning um að reyna að taka til í sínum garði áður en ráðist er á garð nágrannans. Feministar eru reyndar oft gagnrýndir fyrir að vera að rífast vegna karlanefnda og hlutfalli kvenna í stjórnunarstöðum hérlendis á meðan konum er neitað um tjáningarfrelsi í öðrum löndum. En það væri svona eins og að gagnrýna þig fyrir að beina ekki öllum kröftum þínum að því að gagnrýna Vatikanið í stað Þjóðkirkjunnar ;) Nærumhverfið er það sem við getum breytt, og því fer eðlilega mikið púður í það, en auðvitað eru feministar krítískir (eða meira svona ævareiðir) útaf þeirri kúgun og því ofbeldi sem konur verða fyrir vegna trúarbragða.

Hvað varðar búrkuna þá hef ég ekki heyrt feminista halda uppi sérstökum vörnum fyrir hana, sjálfsagt eru skiptar skoðanir um hana meðal feminista hér eins og annars staðar. Sjálf er ég sem trúleysingi og feministi alltaf til í að vera brjáluð yfir feðraveldis-trúarbrögðunum! Takk annars fyrir að pósta þessu viðtali, það er mjög áhugavert :)

Matti - 22/04/10 11:14 #

Ég verð að játa að mér leiðist stundum spurningar á borð við "af hverju tala þau ekki um eitthvað annað" eins og ég setti fram hér.

Þetta er ágætur punktur:

Varðandi hvað feministar tala um og hvað ekki, þá einkennist það oft af því sem er að gerast í nærumhverfinu.