Konur sem ógeðfelld og ómennsk kynlífsleikföng
Ég er dálítið hugsi yfir þessu ágæta viðtali (pdf skjal) úr Fréttablaðinu við Thomas Brorsen Smidt MA nema í kynjafræði við Háskóla Íslands. Viðtalið birtist 3. apríl síðastliðinn.
En klám er ekki, eins og margir vilja meina, einungis kynlíf fest á filmu. Ef merkingunni á enska orðinu „Pornography“ er flett upp má sjá að það kemur úr forn-grísku þar sem orðið „porn“ merkti lægstu mögulegu gerð af vændiskonu. Eins er með klám, það er lægsta form kynlífs sem er fest á filmu, þegar líkami konu er gersamlega hlutgerður. Maðurinn ræður öllu og konan er algerlega undirgefin.
Það er ekki hægt að deila um að þessi lýsing á við fullt af klámi en varla fellur allt klám undir þessa skilgreiningu. Nú spyr ég eins og örviti: Er það þá ekki klám ef líkami konunnar er ekki gersamlega hlutgerður, ef maðurinn ræður ekki öllu og konan er ekki undirgefin?
Þeir sjá þá oftast að klám er ekkert nema ofbeldi sem er búið að matreiða á kynferðislegan hátt.
Ok, mér finnst þetta dálítið þröng skilgreining á klámi.
Ég er að segja þér að klám sýni konur sem ógeðfelld og ómennsk kynlífsleikföng. Ég spyr þig sem horfir á þetta með reglulegu millibili, hvers vegna finnst þér það allt í lagi?
Einnig finnst mér áhugavert að hommaklám fellur ekki undir skilgreiningu Thomasar. Hvað um áhugaklám, þar sem pör mynda sig við kynlífsathafnir og birta á netinu?
Mér skilst á einum sem mætti á fyrirlesturinn að það hefði ekki verið góð stemming þar fyrir spurningum sem þessum en ég var ekki á svæðinu þannig að ég get ekki dæmt um það.
Matti - 20/04/10 14:08 #
Ástæðan fyrir því að ég blogga um þetta núna er að ég las ekki greinina á sínum tíma en sá vísun á Facebook síðu Borghildar í dag. Hún kom með ágætan punkt í athugasemd:
Ég held ekki að klám snúist BARA um að gera lítið úr konum, en ég mundi gjarnan vilja vita afhverju þessi niðurlæging sem er órjúfanlegur hluti af klámmyndum, örvar karlmenn. Meiri hlutinn af því klámi sem framleitt er sýnir konur á mjög niðurlægjandi hátt
Ég veit ekki hvort þessi niðurlæging örvar meirihluta karlmanna. Hún hlýtur að örva einhverja, annars væri ekki markaður fyrir þessa tegund af klámi. Af hverju veit ég ekki, skil það satt að segja ekki.
Borghildur - 20/04/10 15:32 #
Klám er augljólega misgróft, og til eru klámmyndir sem einmitt gera út á hina hliðina. Sýna konuna sem drottnara en karlinn sem þræl. Ég held þó að Thomas sé að tala um þetta 'mainstream' klám, sem er í miklum meirihluta og skilgreinir þetta út frá því.
Ég datt aðeins ofan í þessa pælingu með heimaklámið. Ef við gefum okkur það að konur í heimaklámsmyndböndum séu ekki niðurlægðar, hvað verður til þess að þær taki þátt í þessu? Fer fólk sem aðeins hefur stundað "venjulegt" kynlíf út í það að pósta myndböndum af sjálfu sér í kynlífsathöfunum á netið? Getur verið að þessi myndbönd séu einmitt leit í meiri örvun þar sem að hið venjulega kynlíf nægir ekki lengur til? Getur verið að þetta sama fólk sé að horfa á mikið af grófu klámi, þar sem konur eru niðurlægðar og þannig séu mörkin þeirra á hvað sé "eðlilegt" farin að færast eitthvap til?
Einnig er ég alls ekki viss um að karlmenn horfi endilega á það sem þeir sjá sem niðurlægingu (ekki af því að hún er ekki til staðar, heldur af því að þeir eru orðnir vanir henni). Lítið dæmi: Klassískur endir í mjög mörgum klámmyndum er þegar maðurinn fær það yfir andlit konurnar sem stynur af gleði yfir þessum gjörningi,(og þetta er ekki bara í grófum klámmyndum). Hryllir hinn venjulega karlmann við þessu eða finnst honum þetta allt í lagi? Ég veit að konum finnst þetta ógeðslegt og niðurlægjandi.
Sorry hvað þetta er langt :)
Sindri G - 20/04/10 15:44 #
"Hryllir hinn venjulega karlmann við þessu eða finnst honum þetta í lagi?"
Nú er ég rúmlega þrítugur karlmaður og ég hef aldrei séð endi á klámmynd. (Á hvað ertu þú að glápa Borghildur ;) ) Ég hef aldrei horft á klámmynd en einhverntímann hefur maður séð einhver brot. Þau hafa virkað fremur óhugglega á mig. Allur smekkur er áunninn, og ég reikna með að hvort mönnum finnist þetta "hryllilegt" eða ekki fari eftir því á hvað menn eru búnir að venja sig.
Mummi - 20/04/10 16:33 #
Ég veit að konum finnst þetta ógeðslegt og niðurlægjandi.
Áhugavert.
Og þá að algerlega óskyldu máli. Það sem mér finnst einkenna, og skemma, allar umræður um klám er það að allir alhæfa alltaf ;)
Sindri G - 20/04/10 16:54 #
Ég hnaut einmitt um sömu alhæfingu um Mummi. Gæti samt svo sem trúað því að flestum konum finnist þetta ógeðslegt og niðurlægjandi.
Matti - 20/04/10 17:08 #
Ólíkt Sindra hef ég séð endann á mörgum klámmyndum - eða eigum við að segja klámsenum frekar. Vissulega enda afskaplega margar á því að karlmaður fær það framan í konu og oft eru þau atriði ákaflega hallærisleg.
Ég ætla samt að fullyrða að mörgum konum þyki það ekkert ógeðslegt og niðurlægjandi - en um leið er ljóst að fullt af konum eru á þeirri skoðun að svo sé.
Það sama gildir um óskaplega margt annað.
Mér finnst pælingar um heimaklám áhugaverðar. Vissulega getur verið að eitthvað fólk fari út í slíkt útaf skoðun á öðru klámi (sem þú segir að niðurlægi konur) en svo má vel vera að aðrir fái einfaldlega "kikk" út úr því að stunda kynlíf fyrir framan annað fólk. Fullt af fólki hefur sýniþörf, annað fólk vill stunda kynlíf með hópi fólks, sumir vilja ganga með bleyju. Ekkert af þessu er endilega eitthvað sérstaklega óeðlilegt.
Óskar - 20/04/10 17:08 #
Ég las greinina hans Thomasar og þótti hún koma með marga góða punkta. Það er kunnuglegt hvernig regluleg skoðun kláms deyfir mann jafnt og þétt, þannig að það þarf sífellt svæsnara efni til að ná upp sama áhuga. Ég man hvernig undirfataauglýsingar gátu verið æsandi þegar ég var unglingur, áður en internet klám varð almennt. Það er óhugsandi sakleysi í dag, klámið er löngu búið að deyfa mann fyrir einföldum myndum af beru kvenholdi.
Thomas er mjög afdráttarlaus í greininni og það stuðaði mig aðeins fyrst en þegar ég íhugaði málið þá var ég meira og meira sammála honum.
Varðandi svona heimaklám þá verður að hafa í huga að hversu mikli leyti það er komið til og þykir normalt einmitt út af professional kláminu sem er orðinn hversdagslegur hlutur. Hversu margar af konunum og jafnvel körlunum á þessum heimamyndböndum eru kannski bara að þóknast einhverjum væntingum makans eða annarra? - Væntingar sem eru jafnvel ósagðar en liggja í loftinu bara af því að þetta er svo algengt.
Mér verður hugsað til umræðu um líknardráp... auðvitað alveg óskylt mál en spurningin um boð og bönn þar er svipaðs eðlis. Þegar maður skoðar einstök mál þar sem sjúklingur sem þjáist vill bara deyja í friði að þá getur manni fundist það borðlagt mál að það eigi að leyfa líknardráp. En með því að leyfa líknardráp væri sett nýtt viðmið í samfélaginu. Ef það væri í lagi að binda enda á líf sjúklings þegar hann álítur það vonlaust er búin til undirliggjandi pressa á gamalt fólk og sjúklinga að meta sína stöðu og gefast upp þegar þeim finnst þau vera orðin of mikil byrði á aðstandendur og samfélagið. Þessi pressa yrði ekki til á einni nóttu heldur er þetta braut sem samfélagið leiðist á... vildum við opna leiðina inn á slíka braut?
Klámið er í rauninni sama eðlis, nema við erum stött langt langt inni á þeirri braut og horfum upp á félagslegu áhrifin sem verða af algjöru frelsi í klámi.
Ég er enginn sérstakur talsmaður þess að banna allt, tel mig raunar frjálslyndan almennt... en mér blöskrar hvernig margir, sérstaklega strákar á mínum aldri (ég er þrítugur), virðast ekki skilja að bönn geti haft jákvæðan og nauðsynlegan tilgang í mannlegu samfélagi. Ég er óneitanlega ánægður með nýlegt bann við nektardansstöðum - good riddance.
Matti - 20/04/10 17:10 #
Það er kunnuglegt hvernig regluleg skoðun kláms deyfir mann jafnt og þétt, þannig að það þarf sífellt svæsnara efni til að ná upp sama áhuga.
Mér finnst þetta einmitt ekki kunnuglegt. Það klám sem ég skoða í dag er ekki grófara en það klám sem ég skoðaði fyrir tíu-fimmtán árum. "Gróft" klám er þvert á móti nokkuð sem ég kann alls ekki að meta. Ég held að þetta, eins og svo margt annað, sé einstaklingsbundið.
Klámið er í rauninni sama eðlis, nema við erum stött langt langt inni á þeirri braut og horfum upp á félagslegu áhrifin sem verða af algjöru frelsi í klámi.
Ég sé ekki alveg þessi félagslegu áhrif.
ps. Ég nenni ekki að fara út í umræður um líknardráp enda óskyld mál. Ég er fylgjandi líknardrápi.
Mummi - 20/04/10 17:19 #
Sammála flestar. Kannski margar, ég hef ekki hugmynd um það.
En ég er ekkert endilega sammála því að allur smekkur sé áunninn. Sérstaklega þegar kemur að kynlífi. Fólk hefur svo roooosalega fjölbreyttan smekk, og það eru til svo furðulegar kynlífsathafnir að það hálfa væri hellingur.
Ég kaupi það ekki (eða með trega) að það sé áunninn smekkur að girnast einstaklinga af sama kyni. Eða að fólk ali upp sultuhunda. Eða að það vilji vera alklætt lopa meðan á kynlífi stendur. Eða latexi. Eða leðri. Eða að konur laðist meira að hávöxnum, lágvöxnum, grönnum, feitum, hausstórum, sköllóttum, rauðhærðum, loðnum, rökuðum osfrv karlmönnum frekar en öðrum köllum. Ditto fyrir smekk karla. Eða að sumir fíla að láta leka bráðið vax yfir sig. Ég tala nú ekki um urolagnia eða coprophilia - hvernig byrjar sá smekkur?? :) Svona er hægt að halda endalaust áfram.
Fyrir sumu hefur fólk bara smekk og leitar að öðru fólki með svipaðan smekk eða sækir í afþreyingu sem fullnægir órum þess. Held ég. Hvað veit ég svo sem?
Mummi - 20/04/10 17:23 #
Það klám sem ég skoða í dag er ekki grófara en það klám sem ég skoðaði fyrir tíu-fimmtán árum.
Sammála. Það klám sem er aðgengilegt, t.d. við einfalda uppflettingu á þessum týpísku klámsíðum er hins vegar miklu grófara (finnst mér) heldur en það var fyrir 10-15 árum.
Svavar Kjarrval - 20/04/10 17:30 #
Í þessum bransa að mótmæla klámi er mikið um alhæfingar, sérstaklega um hlutverk kvenna. T.d. er slatti af lessuklámi sem er framleitt af konum og markhópurinn eru einmitt aðrar konur. Ætlar Thomas s.s. að segja að slíkt klám sé niðurlægjandi fyrir leikarana?
Hvað um fólk sem sækist í það að vera niðurlægt í kynlífsathöfnum (BDSM)? Það er nógu stór hópur fólks sem stundar slíkt að staðaldri án þess að fá greitt fyrir það. Því er erfitt að staðhæfa að slík niðurlæging sé í raun og veru slæm fyrir alla.
Ef einhver elskar kynlíf og hefur hugrekkið til þess að láta mynda sig við að gera það (hah!), af hverju að hindra það í að stunda það sem atvinnu? Auðvitað er ég ekki í afneitun að einhverjir séu í þeim bransa af nauðung og ættu þeir einstaklingar ekki að vera neyddir til þess. Eina lausnin sem mótmælendur kláms koma með sé að banna það algerlega en ég tel það augljóst að það bæti ekkert.
Ásgeir - 20/04/10 17:56 #
Ég er með tvo punkta hérna í framhjáhlaupi.
Mummi sagði: „Ég man hvernig undirfataauglýsingar gátu verið æsandi þegar ég var unglingur, áður en internet klám varð almennt.“ Heldurðu að slíkar auglýsingar væru enn jafn-æsandi fyrir þig ef internetklám hefði aldrei komið til? Það efast ég a.m.k. um.
Hitt er að, ef marka má Wikipediu, þá er einn þriðji til helmingur af öllu klámi sem framleitt er, hommaklám. Hvernig passar það inn í greininguna?
Ásgeir - 20/04/10 18:05 #
Afsakið, Óskar.
En fyrst ég er að kommenta aftur, þá verð ég að mótmæla Svavari. Hann sagði að eina sem mótmælendur hefðu fram að færi væri bann. Það held ég að sé ekki satt, til dæmis kemur skýrt fram í pistlinum sem varð kveikjan að þessari bloggfærslu að höfundur vildi vekja menn til umhugsunar.
Svavar Kjarrval - 20/04/10 18:48 #
Ég vil biðjast fyrirgefningar á þessari fljótfærni minni. Það er rétt að það eru ekki allir sem vilja bann.
María - 20/04/10 19:35 #
Mér fannst þetta viðtal algjört crap.
Það eina sem fólk ætti að hafa áhyggjur af í tengslum við aukið aðgengi að klámi er börn og unglingar sem sækjast eftir "menntun" á netinu, oft tilkomið vegna fullkomins skorts á raunverulegri fræðslu í skólum og á heimilum.
Hann minnist þó nánast ekkert á unglinga, aðeins á fullorðna karlmenn sem horfa á klám og konur sem eru tilneyddar til þess af karlmönnum. Því konur geta jú ekki haft gaman af klámi. Þvílkíkur hroki.
Þær konur (og karlar) sem halda því fram að allt klám og neysla þess sé einhver viðbjóður eru kynferðislega bældar. Þó að hægt sé að segja margt um klámvæðingu hefur hún opnað fyrir mikilvæga umræðu um kynlíf sem hefur hingað til verið off topic.
Held ég hafi einmitt séð þetta fyrst hjá þér: http://www.violentacres.com/archives/51/how-feminism-ruined-my-sex-life/
Ásgeir - 20/04/10 20:09 #
Mér hefur yfirleitt fundizt umræðan líða fyrir hugtakarugling.
Fræðingarnir tala eins og greinarhöfundur, þar sem klám eru myndir þar sem konur eru sýndar á ákveðinn hátt í kynlífi. Þegar maður spyr um aðrar tegundir af kynlífi sem festar eru á filmu, þá er talað um „erótík“. Það er gott og blessað, en það er ekki þannig sem flestir nota orðið. Í huga flestra er hins vegar klám einfaldlega kynlíf fest á filmu og erótík klám þar sem „lítið sést“.
Auðvitað hljómar þetta allt fáránlega þegar svona er.
Sindri G - 20/04/10 20:21 #
Í fyrsta lagi vil ég draga til baka ummæli um að ALLUR smekkur sé áunninn. En smekkur manna er að einhverju leyti áunninn, t.d. smekkur á mat og öðru, skv. rannsóknum sem ég hef heyrt um. Ég held að það eigi við um þetta svið líka.
Í örðu lagi þá vil ég taka það fram að þó að klámmyndir höfði ekki til mín, að þá hef ég enga sérstaka skoðun á því hvort að klám sé gott eða vont og hvort að aðrir ættu að horfa á klám.