Broskarlar
Jafnvel þó það sé djöfullinn sjálfur Jón Ásgeir Jóhannesson sem kvartar, þá er það staðreynd að broskarlar hafa áhrif á það hvernig við lesum tölvupósta. Það er auðvelt að taka samskipti á netinu úr samhengi og láta þau líta verr út en raunin var.
Það breytir því ekki að Jón Ásgeir Jóhannesson og kó eiga að hætta þessu væli, þeir hafa sloppið alltof vel. Hann getur ekki reynt að halda því fram að hann hafi ekki haft áhrif á útlán Glitnis.
Matti - 09/04/10 15:38 #
Þegar ég segi að þeir eigi að hætta væli, þá meina ég ekki að JÁJ megi ekki kvarta undan því að skrif hans séu tekin úr samhengi. Það er réttmæt kvörtun.
En þegar þessir félagar eru farnir að kæra fréttamenn fyrir að segja sannleikann eru þeir komnir út á afskaplega hálan ís.
baldur mcqueen - 09/04/10 16:07 #
Góð ábending. Tákn á borð við broskarla skipta verulegu máli í samskiptum hvar líkamstjáning er ekki möguleg.
Með því að fjarlægja karlinn, er einfaldlega verið að taka út mikilvægan hluta samskipta.
Ekki ég vorkenni Jóni fyrir sitt sjálfskaparvíti - en rétt skal vera rétt.
Erna Magnusdottir - 09/04/10 17:39 #
En notkun broskalla getur líka verið alveg svakalega passive aggressive. Sem það virðist vera í þessu tilviki. Svona "það er allt í lagi að hóta ef ég set bara broskall á eftir" :Þ
Óli Gneisti - 09/04/10 20:31 #
Kannski var þetta ekki broskall heldur skítaglotskarl.
Steinunn Rögnvaldsdóttir - 09/04/10 21:51 #
Eða "nú bera ég vígtennurnar"-kall...