Húfuþjófnaður
Fyrir mánuði eða svo var húfunni hennar Kollu stolið í skólanum. Um morguninn höfðu einhverjir gert sér leik að því að taka húfuna hennar Kollu og fleiri flíkur af snögum og hentu niður á neðstu hæð í skólanum. Í lok skóladags var húfan horfin. Þrátt fyrir að tölvupóstur hafi verið sendur á foreldra og starfsmenn skólans hafi leitað að húfunni hefur hún ekki fundist.
Mér þykir það afskaplega skítt.
Þetta var uppáhalds húfan hennar Kollu og hún notaði hana alltaf. Við fögnuðum því sérstaklega vegna þess að þá hætti hún loks að nota þessa húfu.
Jafnvel þó við gætum keypt eins húfu myndi Kolla ekki fara með hana í skólann. Það væri ekki hægt að treysta því að henni yrði ekki stolið.
Kristín í París - 17/03/10 14:38 #
Merktuð þið ekki húfuna?
Jóhannes Proppé - 17/03/10 16:20 #
Þetta er líka heví kúl húfa
hildigunnur - 18/03/10 07:29 #
Oj en glatað! :@ Vona hún finnist.
Kristín í París - 18/03/10 12:40 #
Og er ekki boðið upp á að kennarar skoði í hinar húfurnar?
Eyja - 19/03/10 09:50 #
Það er auðvitað alltaf möguleiki að einhver sem á eins húfu hafi tekið þessa í misgripum (lenti einu sinni í því sjálf á leikskólanum en uppgötvaði það sem betur fer eftir 2-3 daga).