Örvitinn

Sértrúarsöfnuðurinn Stefán Einar

Guðfræðingurinn og viðskiptasiðfræðingurinn Stefán Einar Stefánsson var í útvarpsþættinum Harmageddon í síðustu viku að kynna bók sem hann þýddi. Í lok þáttar barst talið að Vantrú og gagnrýni þess á námskeið í guðfræði. Þar sagði Stefán Einar meðal annars.

Og þeir eru mjög viðkvæmir fyrir sjálfum sér eins og oft er með sértrúarsöfnuði og þeir eru núna að beita aðferðarfræði sem við þekkjum vel frá söfnuði sem heitir Fjölskylda gvuðs held ég. Þeir hafa í áratugi beitt þessu að kæra menn og gera allt brjálað fyrir dómstólum og gagnvart yfirvöldum með kærumálum og öðru slíku.

Örskömmu síðar í sama samtali sagði sami Stefán Einar:

Ég hef til þess, bara svo ég segi ykkur, einu sinni - einn af forsprökkunum - ég hef einu sinni þurft að siga á hann lögfræðingi vegna meiðyrða sem hann viðhafði á heimasíðu sinni sem var afskaplega ófyrirleitið og uppspunnið

Ef mark er tekið á Stefáni Einari hlýtur hann að teljast sértrúarsöfnuður!

Vantrú hefur aldrei sigað lögfræðingi á nokkurn þó sumir hafi gengið ansi langt í rógburði um félagið og meðlimi þess.

Þess má geta að ég er þessi aðili sem Stefán Einar sigaði lögfræðing á. Viðskiptasiðfræðingurinn gleymdi alveg að nefna forsögu málsins eða afsökunarbeiðni mína. Hann gleymdi líka alveg að minnast á orð sín um mig sem svo sannarlega geta talist gróf meiðyrði og voru þó aldrei flokkuð sem skáldskapur af hans hendi. Ég fór ekki með það mál í lögfræðing.

Það er líka sérstaklega skondið að hann nefni það í útvarpsþættinum að þetta hafi verið "uppspunnið" í ljósi þess að bloggfærslan umtalaða var merkt sem skáldskapur og endaði á þessum orðum:

Smá letrið Að sjálfsögðu er ekkert af þessu satt. Þetta er skáldskapur frá upphafi til enda. Stefán Einar vílar ekki fyrir sér að skrifa ósannindi um nafngreint fólk á síðu sína og hefur enga slíka fyrirvara við sín skrif. Morgunblaðinu stendur líka á sama, þar á bæ þykir ekkert athugavert við að birta lygar um einstaklinga á vefsíðum þeirra. Ég persónulega er reglulega skammaður fyrir orðbragð - en eitt getur fólk ekki skammað mig fyrir. Ég legg það í vana minn að segja satt. Ef einhver leiðréttir mig eða krefst raka fer ég yfir málið - annað hvort sýni ég fram á að ég hef rétt fyrir mér eða leiðrétti skrif mín.

Ýmislegt
Athugasemdir

Ingibjörg Stefáns - 17/03/10 10:44 #

Er þetta ekki sami Stefán Einar og hefur verið mikið í fjölmiðlum sem viðskiptasiðfræðingur í kjölfar hrunsins? Þá hefur reyndar yfirleitt gleymst að nefna að hann hefur verið mjög virkur í Sjálfstæðisflokknum.

Matti - 17/03/10 10:45 #

Jújú, hann hefur töluvert í fjölmiðlum sem sérfræðingur í siðferði. Mér þykir það ákaflega skondið :-)

Jón Magnús - 17/03/10 12:03 #

Svolítið sérstakt hvernig hann reynir að hljóma gáfulega en það sem kemur út úr honum getur verið ótrúlega vitlaust.

Einnig virðist vera hægt að kalla hann Ad hominem generator, hann virðist ekki geta fjallað um andstæðinga sýna af neinni sanngirni heldur gerir þeim stanslaust upp skoðanir sem hann ræðst síðan á.

Jón Frímann - 17/03/10 13:04 #

Guðfræðinemar. Nemar í lygum, blekkingum og að ræða ríkið peningum. Allt kennt í Háskóla Íslands á kostað ríkisins.

Þegar fólk lýgur að sjálfu sér eins og guðfræðinemum er kennt. Þá tapar fólk sýninni á raunveruleikann og heimurinn fer að snúast um sjálfan sig. Þegar það gerist þá koma fram undarlegar hugmyndir.

Ég reikna næst með því að Stefán Einar fari að tala um "New World Order" og bleka fíla sem skipuleggja heiminn og spila póker.

Haukur - 17/03/10 13:28 #

Guðfræðinemar. Nemar í lygum, blekkingum og að ræða ríkið peningum. Allt kennt í Háskóla Íslands á kostað ríkisins.

Þetta er nú verulega ósanngjarnt. Guðfræði er að stórum hluta eins og hvert annað hugvísindanám - menn læra þarna m.a. trúarbragðasögu, kirkjusögu, ritskýringar, grísku og hebresku. Ég hef sjálfur setið í grískutímum með guðfræðinemum og efast um að þeirra áhugamál hafi verið eitthvað ómerkilegri en mín. Ég get vel skilið fólk sem finnst nám í hugvísindum gagnslaust og heimskulegt en ég held það sé engin ástæða til að pönkast á guðfræðinni sérstaklega.

Freyr - 17/03/10 13:38 #

Stefán Einar er maðurinn sem á opinberum fundi fullyrti að konan mín myndi fara til helvítis. Hann hefur reyndar haft uppi önnur ummæli um hana, og ekki betri, en þau viðhafði hann ekki á opinberum vettvangi og því er rétt að sleppa því að vitna til þeirra hér.

Í ljósi framgöngu Stefáns Einars varðandi trúmál, pólitík og persónulegar árásir á einstaklinga finnst mér það ábyrgðarleysi hjá fjölmiðlafólki að teyma hann fram á völlinn sem siðfræðing. Ég get vart ímyndað mér að aðrir þeir sem titla sig siðfræðinga séu ánægðir með.

Matti - 17/03/10 14:27 #

Ég hef heyrt góðar sögur af Stefáni Einari og þar sem ég veit að flestar þeirra eru sannar (þar sem þær koma frá fyrstu hendi) trúi ég þeim öllum.

Jón Frímann - 17/03/10 15:18 #

@Haukur, ef fólk vill læra sögu. Þá fer það í sögunám eða í fornleifafræði. Það fer ekki í guðfræðinám þar sem fólki er kennt hvernig skal heilaþvo fólk samkvæmt uppskrift kirkjunnar á Íslandi.

Matti - 17/03/10 15:30 #

Það er ekkert athugavert við það að stúdera trúarbragðafræði. Guðfræðin er aftur á móti frekar vafasöm að mínu hógværa mati. Hvernig stendur t.d. á því að fólk flytur lokaprédikun í akademísku námi við Háskóla Íslands?

Sindri G - 17/03/10 15:53 #

Verð að taka undir með Hauki í skiptum hans við Jón Frímann.

@ Jón, akademísk guðfræði (þ.e. biblical studies, ekki theology) eru mjög sniðug færði, fyrir utan smávægilega trúarlega slagsíðu, sem breyttu mér úr bókstafstrúarmanni í trúleysingja. (Ég hef að vísu ekki stundað þannig nám í Háskóla, en hef lesið mikið af bókum eftir fólk úr þeim fræðaheima.) Það myndi opna augu þín að lesa eitthvað eftir góða guðfræðinga.

Sindri G - 17/03/10 15:58 #

"Hvernig stendur t.d. á því að fólk flytur lokaprédikun í akademísku námi við Háskóla Íslands?"

Þetta er afar góður punktur.

Matti - 17/03/10 16:03 #

Sindri, ég er að lesa Misquoting Jesus og verð að segja að mér þykir hún stórskemmtileg og fróðleg. Ekki sakar að trúaður eigandi bókarinnar rökræðir dálítið við höfundinn í spássíum :-)

Jón Frímann - 17/03/10 16:32 #

@Sindri G, Það skiptir máli að raunveruleikinn sé í samræmi við það sem sagt er. Eins og staðan er núna, og miðað við það sem hefur komið fram undanfarið þá virðist það ekki vera raunin.

Því miður er raunveruleikinn oft annar á Íslandi en það sem stendur skrifað, og er haldið fram.

Haukur - 17/03/10 23:09 #

Hvernig stendur t.d. á því að fólk flytur lokaprédikun í akademísku námi við Háskóla Íslands?

Er það einhver skylda lengur, er það ekki bara hefð? Ég finn ekkert um það í reglugerðunum eða kennsluskránni.

Kristinn Snær Agnarsson - 18/03/10 12:14 #

sé að Stefán Einar er hættur að blogga, það er leitt því ég skemmti mér ósjaldan við að lesa bullið sem hann skrifaði á síðuna sína.

Ef hann er framtíð kristinnar kirkju á íslandi þá hef ég engar áhyggjur, fólk sér í gegnum svona apaketti á nó tæm.