Eyjuvísun
Eyjan vísaði á bloggfærslu hjá mér í gær. 2300 hafa skoðað færsluna út frá þeirri vísun síðasta sólarhringinn. Eyjan er semsagt ansi víðlesinn vefur, eiginlega bara b2 sem skilar fleiri heimsóknum að jafnaði. Reyndar stoppa vísanir stundum stutt á forsíðu Eyjunnar þegar mikið er um að vera og skila þá færri innlitum.
Ég var hræddur um að fá aldrei aftur vísun frá Eyjunni eftir þetta! Hvað er annars að frétta af blogglistanum?
Henrý Þór - 15/03/10 21:59 #
Eyjan skilar mörgum heimsóknum gegnum tenglalistann sinn. Hinsvegar er ekki svo mikið til skiptanna fyrir bloggarana sem eru þarna. Þannig er ég ekki að fá nærri eins mikið inn á mitt eyjublogg gegnum forsíðu Eyjunnar og þú talar um í þessari færslu, enda virðist stór hluti af mínum lesendahópi ekki enn vera búinn að kveikja á nýju staðsetningunni.
Fæ þó góða holskeflu þegar ég lendi í þessum tenglalista, en mér finnst það samt ekki svo sérstök traffík, því þegar maður rýnir í hana þá er mikið af þessu hits sem hafa litla viðveru á síðunni. Fólk sem dettur inn, en langaði kannski ekki endilega að skoða svona efni, og fer út aftur á skömmum tíma.
Ég fæ umtalsverðan hluta af minni traffík, eða kringum 25%, gegnum Facebook. Það virðist vera miklu meiri gæða hópur líka.
Matti - 16/03/10 16:57 #
Tenglalistinn er náttúrulega ansi áberandi, fyrir miðju efst á síðunni. Nú þegar bloggurum hefur fjölgað á Eyjunni má gera ráð fyrir að hver um sig fái minni athygli enda stoppa menn ekki jafn lengi ofarlega á síðunni.
Ég held að raunin sé að fólk skrollar ekki niður, það skoðar það sem birtist þegar það opnar síðuna og helst ekki meira.
Jón Frímann - 17/03/10 03:06 #
Jarðskjálftagröfin mín fá fleiri heimsóknir en bloggið mitt. Þannig að það segir sitthvað um stöðu umræðunar hérna á Íslandi.
Síðan skúbbaði ég Alex Jurshevski alveg í tætlur, samt fékk ég innan við 1000 heimsóknir þann daginn. Rúv var með umfjöllun um þennan mann löngu eftir að ég hafði skrifað um hann.