Hikandi snjókorn
Snjókornin sem falla hér í Bakkaseli þessa stundina eru ekki alveg búin að ákveða sig, sloppa upp og niður í loftinu, vagga og svífa í stóra hringi áður en þau falla að lokum afskaplega hægt til jarðar.
Ég er búinn að koma mér fyrir undir teppi í stofunni, setti Wilco í græjurnar og klára internetið.
Ég kann að meta það þegar allt er á kafi í snjó.
Athugasemdir
Kristinn Snær Agnarsson - 27/02/10 11:16 #
datt í hug að þér þætti þetta athyglisverð lesning
http://edition.cnn.com/2010/HEALTH/02/26/liberals.atheists.sex.intelligence/index.html?hpt=C2
kristinn Snær Agnarsson - 27/02/10 17:10 #
að sjálfsögðu... þetta er bara forvitnilegt... þó kannski aðalega finnst mér athyglisvert hvað það er mikil tenging milli liberalisma og atheisma.