Örvitinn

Vikupuðið

Verst að ég er alltaf haltur eftir fótboltann. Jafna mig á einum sólarhring eða svo, kemst vonandi í boltann á morgun. Það besta við þetta er að mér líður þokkalega í ræktinni, þarf að ná að koma því inn í rútínuna að mæta og taka á því. Léttist hægt og rólega svo lengi sem ég passa mataræðið, hef staðið mig nokkuð vel í því.

dagbók
Athugasemdir

Lissy - 19/02/10 14:34 #

Va, well done hja þér. Here I am all proud of myself just for starting yoga!

Matti - 19/02/10 17:13 #

Ég er svosem alltaf í boltanum en hef ekki mætt í ræktina afskaplega lengi. Ólíkt mörgum leiðist mér nefnilega ekkert svo mikið í ræktinni, sérstaklega ekki ef ég er með ipod og get hlustað á tónlist. Ég þarf bara að koma þessu (aftur) í vana.

Davíð - 20/02/10 08:19 #

Svona þér til upplýsinga, þá var ég svona líka, alltaf halltur eftir boltan.

Mér var bent á að prófa hlauparainnlegg sem að eru seld hjá Daníel í Afreksvörum í Glæsibæ. Þau dreifa þunganum á ilina og gefa dempun. Ég prófaði þetta og er núna á 3 innleggjunum, þau kosta um 3.000 kall, og eru mjög góð.

Það er allt í lagi að prufa, ég er ekki tengdur Afrek á nokkurn hátt, né kemur Ésu nokkuð nálægt þessu!

Góða helgi