Örvitinn

Málalok stórglæpamanns

Þórður stórglæpamaður
Þórður sjálfur.
Þórður hefur lokið frásögn sinni í bili að minnsta kosti.

Í stuttu máli er staðan þannig að á Íslandi er hægt að dæma fólk fyrir að keyra ef snefill af fíkniefni finnst í þvagi þess - jafnvel þó ljóst sé að þetta fólk er alls ekki undir áhrifum fíkniefna.

Þetta er að mínu mati gjörsamlega glórulaust. Sérstaklega vegna þess að það er hægt að mæla hvort fólk er undir áhrifum. Það kemur einfaldlega fram í blóðprufu. Ég veit ekki betur en að í öðrum löndum sé talað um ákveðin mörk efna í blóði en hér var strikið sett við núll af einhverjum hálfvitum.

Þessi lög eru að mínu mati heimskuleg og ósanngjörn. Vissulega er bannað að neyta fíkniefna en fjandakornið, ég sé engin rök fyrir því að hægt sé að dæma fólk til fjársektar fyrir það að hafa notað kannabis jafnvel tveimur vikum áður en það keyrði.

Frásögn Þórðar lýsir að mínu mati heimskulegum og ósanngjörnum lögum sem í gildi eru hér á landi og ofríki lögreglumanna sem geta lagt ákveðið fólk í einelti ef það fer í taugarnar á þeim. Þórður hefur ekki skaðað nokkurn mann (nema kannski sjálfan sig í versta falli) og á ekki skilið að vera með þetta á sakarvottorði eða að þurfa að greiða himinháar sektir. Hann var ekki nálægt því að aka undir áhrifum nokkurra efna.

eiturlyf vísanir