Örvitinn

"Önnur blogg" á Eyjunni

Vandaða vefritið Eyjan* er með vísanir á Önnur blogg á forsíðunni. Neðarlega á síðunni er kassi með vísunum á ýmis blogg sem ekki eru á Eyjunni.

Einu sinni var þessi kassi fenginn frá Blogggáttinni og innihélt vísanir á alla bloggarana af þeirri síðu. Af og til fékk ég heimsóknir frá Eyjunni en það var frekar lítið enda vísanirnar neðarlega á forsíðu.

Fyrir rælni kíkti ég á þetta áðan og sá að nú eru bara sérvaldir bloggarar á yfirlitinu, góðvinir Eyjunnar. Ég tók skjáskot af listanum sem þá var á forsíðu, smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu.

Þarna er að finna DV (kemur á óvart!), klikkhausinn og múslimahatarann Skúla Skúlason, Skálholt og séra Jakob Ágúst Hjálmarsson svo einhver dæmi séu tekin.

Mér þykir þetta fróðleg bloggsamantekt hjá Eyjunni. Frekar sérstök sýn á bloggsamfélagið hér á landi.

*Djók!

fjölmiðlar
Athugasemdir

Matti - 26/01/10 21:57 #

Ég eyddi út nafnlausri athugasemd með ógildu póstfangi frá einhverjum aðstandenda Eyjunnar. Mér finnst það aumingjaskapur að geta ekki tjáð sig hér undir nafni. Það sem eftir stendur í athugasemdinni er:

Bloggáttin slökkti á feedinu inn á Eyjuna með engum fyrirvara. Á meðan verið er að vinna að betri lausn, þá var einfaldlega stuðst við Google blog leitina. Ergo, þetta var þrautalending.

Merkileg google blog leit sem skilar bara þessum niðurstöðum!

Sök sé þó hann hefði bara sagt þetta en nafnlausa rolan fann hjá sér þörf til að tengja skyldmenni mín við málið og tala um "samsæriskenningar".

Matti - 31/01/10 16:29 #

Það er búið að uppfæra blogglista Eyjunnar. Nú er trú.is líka á listanum.

Merkileg þessi Google blog leit Eyjunnar.

Sævar Helgi - 05/02/10 15:14 #

Tekurðu eftir því að nú hafa sömu "bloggin" verið undir "Önnur blogg" á Eyjan.is í nokkra daga. Greinilegt að Google blog virkar ekkert sérstaklega vel.

Matti - 05/02/10 15:16 #

Ég tók eftir því en þorði ekki að segja neitt, hræddur um að menn myndu kenna tengdaföður mínum um málið :-P

Skúli Skúlason - 18/02/10 21:47 #

Sæll Örviti,

Hvernig er það með þig ertu bara ekki ofviti?

Ég hef alltaf gaman af fíflum eins og þér

Skúli Skúlason.

Matti - 18/02/10 21:49 #

Það er varla til meiri upphefð en að vera kallaður fífl af Skúla Skúlasyni :-)

Matti - 19/02/10 10:00 #

Þess má geta að "önnur blogg" á Eyjunni hefur ekkert uppfærst. Þetta er enn persónulegur blogglisti ritstjórans.

Jón Frímann - 16/03/10 17:52 #

Ég er hættur að fá vísanir inn frá Eyjunni. Ástæða, ég gagnrýndi Egil örlítið fyrir nokkru síðan.

Fór þvert ofan í viðkvæma liðið á Eyjunni.

Matti - 16/03/10 18:14 #

Var vísað reglulega á þig fyrir það?

Jón Frímann - 16/03/10 18:53 #

Matti, ég fékk reglulegar vísanir svona stundum eftir því hvað ég hef verið að skrifa.

Síðan fór ég að gera hið bannaða. Ég fór að gagnrýna Egil eins og aðra hérna á landi. Þar sem það er algert no-no að gagnrýna á Íslandi fólk sem á að vera í sama liði og maður sjálfur. Þá hef ég ekki fengið neina tilvísun inná Eyjuna.

Ástandið batnaði ekki eftir að ég fletti ofan af síðasta viðmælanda í Silfri Egils, þarna Rússan sem vildi gera Ísland gjaldþrota. Rúv fjallaði um það núna í kvöld í Speglinum.