Þefvísir lögregluþjónar ramba á kannabis
Ég er dálítið gjarn á að efast en yfirleitt er ég lítið fyrir samsæriskenningar. Samt kaupi ég ekki sögur af þefvísum lögregluþjónum. Mér finnst líklegra að lögreglan hafi aðrar upplýsingar um þessa staði og skáldi sögurnar um þefvísu lögregluþjónana til að þurfa ekki að segja frá því hvernig þeir fundu ræktunina.
Hverjir eru þessir þefvísu lögreglumenn og hvaða "eftirlit" voru þeir að stunda í hverfinu? Ég sé lögreglumenn afar sjaldan á eftirlitsrölti en ég bý reyndar í úthverfi. Sjá íbúar miðbæjar lögreglumenn oft vafrandi um á eftirliti með nefið út í loftið?
Hef áður velt því fyrir mér hvernig lögreglan finni allt þetta kannabis.
Jón Magnús - 26/01/10 18:41 #
Hugsanlega að rölta með hundana sína, þ.e. fíkniefnahundana sína :)
Halli - 26/01/10 19:14 #
Í fjölbýlishúsi sem ég þekki til fann lögreglumaður sem var að athuga með íbúð sem hann leigir út lykt úr íbúðinni við hliðina, í stigaganginum. Stigagangurinn lítill og hurðir veita litla einangrun frá honum.
Ég gæti trúað því að svona römbuðu þessir lyktvísu laganna verðir oft á kannabisíbúðirnar, þegar þeir væru að sinna öðrum málum innan og utan vinnutíma. T.d. að kanna innbrot. En hin málin eru eflaust mörg, þar sem lyktarskyn er yfirvarp yfir ábendingar sem leitt hafa til bösts.
Svenni - 26/01/10 19:16 #
Það er ekki séns að þeir séu svona fundvísir allt í einu. Á síðasta ári juku þeir allt í einu fundvísina um fleiri hundruð prósent á ársvísu og það gerðist allt á 3-4 mánaða tímabili.
Ég hef heyrt samsæriskenningar um rafmagnsreikninga og hitamyndavélar í landhelgisgæsluþyrlum. Báðar myndu virka sæmilega skilst mér...ef þær væru sannar.
Furðulegt að neyða fíkniefnaneytendur til að eyða gjaldeyri í smygl á þessum síðustu og verstu.
Erna Magnusdottir - 26/01/10 21:02 #
Það er emgom samsæriskenning að nota hitamyndavélar er það? Er það ekki innan lagaramma? Ég veit að hér í UK eru þær mikið notaðar....
Ingi Björn - 26/01/10 23:13 #
Finnst reyndar frekar líklegt að þeir sem stunda umfangsmikla kanabisræktun steli rafmagninu, taki það framhjá mæli.