Sigrún Davíðs og sprotafyrirtækin
Ég hélt fyrst að þetta hlyti að vera innsláttarvilla og hlustaði því á pistilinn en þar segir Sigrún það sama.
Það er algeng viðmiðun að af hverjum tíu fyrirtækjum sem hleypt er af stokkunum lifi níu. Ekki út í bláinn að tala um áhættufjárfestingar þegar kemur að fjárfestingum í nýjum fyrirtækjum. #
Nei, ef níu af hverjum tíu fyrirtækjum sem eru stofnuð lifa af væri ekki hægt að tala um mikla áhættu. Að sjálfsögðu hefur hún ætlað að segja að af hverjum tíu fyrirtækjum sem eru stofnuð lifi eitt. Þess vegna er ekki út í bláinn að tala um áhættufjárfestingar.
Arnþór Jónsson - 05/01/10 10:55 #
Hvoru tveggja er misskilningur. Það er talið að ef eitt fyrirtæki af tíu lifir áfram hafi heildarfjárfestingin borgað sig. Áhættan er því lítil í raun.
Eyja - 05/01/10 12:51 #
Ég hjó eftir þessu líka þegar ég hlustaði á pistilinn og fannst þetta eitthvað skrýtið. Hún hlýtur að hafa mismælt sig.
Svavar Kjarrval - 06/01/10 03:59 #
Að 9 fyrirtæki af hverjum 10 lifi af er samt áhættufjárfesting þótt áhættan sé af minni stærðargráðu en maður bjóst við.