Hafa ekki skorað á forsetann
Þessa stundina hafa 255307 íslendingar ekki skorað á forsetann.
Svenni - 31/12/09 01:53 #
Þú tekur ekkert fólk undir kosningaaldri út? Indefence gerir það? Eigum við ekki að láta prestunum það eftir að skoðanavæða blessuð börnin :D
hildigunnur - 31/12/09 11:20 #
Töff. Ekki þó með barnanöfnin á Indefence síðunni. Það er frekar langt frá að vera töff.
Óli Gneisti - 31/12/09 13:26 #
Ég er nú reyndar mest hissa á hve margir kunna ekki að stafa nafnið sitt og/eða setja ekki hástaf í upphaf nafna.
Þórdís Bára Hannesdóttir - 31/12/09 13:35 #
Gott framtak.
ÁJ - 31/12/09 14:46 #
Ein spurning: Þegar stjórnmálaflokkar bjóða fram til alþingis, þarf undirskriftir stuðningsmanna. Það duga ekki nöfn og kennitölur sem safnað hefur verið á netinu. Hvernig er hægt að fara fram á að svona óvönduð söfnun hafi áhrif á stjórnvaldsaðgerðir?
Ég hefði haldið að það væri lágmark að menn gæfu upp gilt netfang og væru látnir staðfesta með e-um hætti að þeir hafi ritað nafn sitt sjálfir.
Í þessari „söfnun“ er ENGIN TRYGGING að menn hafi ritað sig sjálfir.
Bendi á þetta: http://pallblondal.blog.is/blog/pallblondal/entry/998522/
Svavar Kjarrval - 31/12/09 16:05 #
Mér sýnist Páll Blöndal alltaf gera ráð fyrir því að einhver svik séu bakvið listann eins og í færslunni sem ÁJ bendir á og það bara því að hann getur það. Ef þeir hjá Indefence væru að falsa listann væri lítill tilgangur í að setja inn ógildar færslur þ.e. börn.
En annars er pabbi minn einn þeirra sem myndi ekki nota shift eða caps lock þegar hann skrifar undir svona lista. Allir stafirnir yrðu lágstafir eða hástafir.
Nonni - 31/12/09 17:53 #
Hmmm hvað margir trúlausir hafa ekki haft fyrir því að skrá sig úr þjóðkirkjunni? Mér finnst "ekki" talan marklausari en hin. Fólk á auðveldara með að taka afstöðu með því að gera ekki neitt.
Matti - 02/01/10 11:35 #
Ég sé ekki betur en að Svenni hafi platað mig hér fyrir ofan. Talan frá indefence inniheldur líka þá sem eru yngri en 18. Aftur á móti ætla þeir að taka fram hlutfallið.
Ég set því aftur inn alla með lögheimili á Íslandi (n.b. ég er nokkuð viss um að á lista indefence eru brottfluttir íslendingar).
Már - 02/01/10 17:15 #
Matti, réttara væri hugsanlega að segja:
"Þessa stundina hafa a.m.k. XXXXX Íslendingar ekki verið skráðir að sér forspurðum á undirskriftarlista InDefence"
A.m.k. ég og Einar Örn höfum verið skráðir. Hvað með ykkur?