Kvikmyndagláp
Undanfarna daga hef ég glápt á þessar myndir:
- 9 - Ég og Áróra höfðum nokkuð gaman að henni. Flott mynd frá Tim Burton. Gyðu fannst myndin leiðinleg.
- The proposal - "Rómantísk gamanmynd" með Söndru Bullock, ekkert svo hrikaleg þó ég hati Söndru. Gyða hafði gaman að myndinni.
- The Incredible Hulk - Ég horfði einn á hana, hafði gaman að henni. Er einn af fáum sem var hrifinn af síðustu mynd um Hulk.
- Up - Horfði á hana með stelpunum í dag, við höfðum öll gaman að henni. Stórgóð mynd frá Pixar, ágætis pælingar um lífið og tilveruna. Ég fékk smá nefrennsli á köflum.
Athugasemdir
Þórður Ingvarsson - 29/12/09 04:37 #
Fékk einmitt nefrennsli líka þegar ég horfði á Up, held ég hafi einu sinni fengið eitthvað í augað, ætli það hafi ekki verið þegar fyrstu 10 mínúturnar eða svo voru búnar.
baddi - 31/12/09 00:30 #
Magnað hvað við trúleysingjarnir getum fengið svona í augun