Kirkjusókn - déjà vu enn og aftur!
Ég nenni ekki að endurskrifa Kirkjusókn - déjà vu sem ég skrifaði á sama tíma fyrir ári, er of saddur. Eruð þið til í að lesa þá færslu aftur og ímynda ykkur að ég sé að skrifa hana um þetta ár.
Jón Frímann - 25/12/09 16:07 #
Kirkjan, eins og önnur samtök sem þurfa að yfirmeta fjölda trúenda á sitt kjaftæði þurfa auðvitað að ýkja tölunar um aðsókn í kirkjur landsins um svona 2 - 5x raunverulegan fjölda þeirra sem mættu í kirkjuna.
Davíð - 25/12/09 16:20 #
Sumum finnst hátíðlegt að fara í kirkju um jól, þótt að þeir trúi kannski ekki á það sem þar fer fram.
Skiptir þetta einhverju máli?
Óskar - 25/12/09 22:34 #
Þetta er alltar svona um jólin.... meðan prestar eru ekki spurðir um hve margir hafi bætst við um hver jól miðað við árið á undan geta þeir talað svona út um rassgatið á sér... .. ekki að það sé eitthvað öðruvísi en daglegt mál hjá þeim...
Birgir Baldursson - 26/12/09 14:01 #
Kirkjusóknin á jólum eykst auðvitað stórlega frá sunnudeginum áður. Kannski eru þeir að tala um það og þá eru þeir ekki að ljúga neinu.
Gaman væri að sjá línurit um kirkjusókn síðustu 10 aðfangadaga, svona til að meta hvort þetta sé réttur fréttaflutningur.
Óli Gneisti - 26/12/09 15:08 #
Kannski er þetta heiðarlegur misskilningur. Fólk er að verða feitara, færri komast í sæti og fleiri þurfa að standa og þannig lítur það alltaf út eins og fleiri hafi mætt.