Örvitinn

Jólastatus

Ég er búinn að undirbúa kalkúnann, fylla, smyrja og krydda. Grænmeti og fleira komið í vatn í ofnskúffu. Skelli þessu í ofn klukkan tvö.

Á eftir að huga að humar, er ekki alveg búinn að ákveða hvað ég geri við hann. Svo er bara að sjóða kartöflur, steikja rauðkál og ýmislegt þessháttar. Þetta verður ósköp létt og afslappað.

Ömmur og afar mættu í möndlugraut í hádeginu, Kolla fékk möndluna og vinninginn, myndarlegt púsl.

Stelpurnar eru spenntar, Kolla var að fara í bað, Áróra og Inga María léku sér í Wii rétt áðan.

dagbók
Athugasemdir

Matti - 24/12/09 14:11 #

Fuglinn er kominn í ofninn, ég endutek, fuglinn er kominn í ofninn. Kartöflurnar eru komnar í pottinn.

Ég er enn ekki búinn að ákveða hvað ég geri við humarinn.

Davíð - 24/12/09 14:50 #

Gleðileg jól, vonandi munuð þið hafa það gott.

Kveðja, Davíð

Jóhannes Proppé - 24/12/09 15:05 #

Skera humarinn langsum í tvennt, steikja í smjöri með smá hvítlauk, bæta í pönnuna dass af þurru hvítvíni, redúsera og bæta dassi af rjóma. Salta og pipra. Tossa upp rúkóla salat með smá truffluolíu, blanda humri samanvið. Sjóða niður rjómann og nota með sem sósu.

Ég sendi þér reikninginn fyrir ráðgjöfinni milli jóla og nýjárs ;)

Matti - 24/12/09 15:44 #

Ég á hvorki rúkóla né truffluolíu en stefni á að kljúfa humarinn og raða í ofnskúffu, maka svo hvítlaukssítrónugrandmarinersmjöri ofan á :-)