Örvitinn

Jólatré og kalkúni

Jólaundirbúningur gengur vel á þessu heimili, erum búin að kaupa næstum allar jólagjafir, við hjónin eigum eftir að kaupa handa hvort öðru og svo þarf að bæta í pakkann hjá unglingnum. Í kvöld redduðum við kalkúna og jólatré. Ég hef oft keypt stærri fugl, þessi var tæp sjö kíló. Hef líka oft keypt stærra tré en þetta er samt um tveggja metra. Stendur í stofunni, stelpurnar skreyta á morgun.

Verslaði meðlætið eftir minni, mundi eftir næstum öllu. Klára þetta á morgun.

Jólakortin fóru í póst í morgun. Við erum aldrei snemma á ferðinni í þeim málum.

Ég held þetta verði bara nokkuð ljúf jól.

dagbók
Athugasemdir

Hólmfríður Pétursdóttir - 23/12/09 10:26 #

Óska þér og þínum gleðilegra jóla.

Matti - 23/12/09 15:03 #

Sömuleiðis.