Málsvari andskotans
Þeir sem halda því fram að ég geti blaðrað um allt og ekkert hafa augljóslega rangt fyrir sér. Ég gerði þó tilraun til að sanna þá kenningu þegar ég gerðist málsvari andskotans og varði Ólaf í Hvarfi í rökrildistilraun hjá Kristni Theódórs. Guðsteinn Haukur tók að sér hlutverk þeirra sem nóg hafa fengið af karlinum og vilja losna við hann. Mikið skil ég þá vel :-)
Annars er þetta stúfullt af innsláttar- og stafsetningarvillum hjá mér, ég var nefnilega að horfa á sjónvarpið!
Í okkur blundar lítill fasisti (með yfirvaraskegg), hann dundar ekki :-)
Haukur - 16/12/09 01:08 #
Þú ert ansi góður í að rímixa hin ýmsu prestarök!
Gagarýnir - 16/12/09 07:36 #
Málsvari myrkrahöfðingjans er embætti hjá kaþólsku kirkjunni. Það er sá sem fenginn er til að efast um helgi verðandi dýrðlings. Gott að þú er kominn í djobbið hjá kirkjunni.
Ólafur í Hvarfi - 16/12/09 10:25 #
Ég tek hattinn ofan... það sem fær mig til að hjægja innilega er Monty Python, Woody Allen, Klovn, Dave Allen... osvfrv.. þannig húmor.. og ég hló innilega af "Tröllinu" sem hann varði, eða öllu heldur, speglaði. Matthías fær 6 háskólagráðuna fyrir framlagið.. ekki spurning :)
sýra í anda Life of Brian.... :)
... Nú er bara að bíða eftir vel sýrðu handriti um Vantrúboðann í "mission possible"...