Örvitinn

Alvöru vefslóðir?

Fékk póst frá hljómsveitinni Sigurrós, hef lengi verið á póstlista, fæ sjaldan póst.

Póstur dagsins inniheldur vísun á síðuna jonsi.com en það skrítna er að notast er við slóðastyttingarþjónustuna http://bit.ly/. Vísunin í tölvupóstinum er semsagt á http://bit.ly/762QfT.

Slóðin jonsi.com er níu stafir með punktinum, bit.ly/762QfT þrettán.

Til hvers í ósköpunum er fólk að nota bit.ly?

vefmál
Athugasemdir

Óli Gneisti - 01/12/09 15:38 #

Þetta er ákaflega ofnotað fyrirbæri.

Matti - 01/12/09 16:38 #

Mér sýnist notkun á þessum tólum hafa farið út í vitleysu við twittervæðinguna.

Gummi Jóh - 01/12/09 18:25 #

Þau eru reyndar nauðsynleg út af Twitter væðingunni þar sem notandinn hefur aðeins 140 stafi. En í svona tölvupósti eiga þau ekkert erindi.

Kalli - 01/12/09 18:53 #

Ef það er einhver hugsun á bakvið þetta er hún væntanlega sú að bit.ly getur trakkað smelli. Ergó, ef farið var á jonsi.com í gegnum bit.ly/762QfT þá kemur smellurinn í gegnum þennan tölvupóst sem þú fékkst.

Það er samt frekar óelegant að nota svona ef ekki nauðsynlega þarf.