Molar
Á ekkert að blogga? Jú, einmitt.
Kolla var hressari í morgun, borðaði ristað brauð og drass Sprite. Er hjá ömmu sinni í dag. Helginni eyddi hún ælandi eða í móki, borðaði ekki neitt. Það eru ekki líklegt (þó ekki útilokað) að við förum út að borða í kvöld í tilefni dagsins. Sú hefð hefur ekki gengið vel í þessum mánuði.
Ég ætla að skjótast í Mjódd og sækja debetkort. Á samt ennþá helling af seðlum eftir helgina! Gríp einhvern skyndibita í leiðinni.
Merkilegt hvað sumir prestar eru óheiðarlegir í málflutningi sínum.
Svo er magnað hvað ég tek miklar niðursveiflur þegar ég fæ mér í glas. Það er svosem ástæða fyrir því.
Sirrý - 23/11/09 12:31 #
Ég kíkti á ástæðuna fyrir niðursveiflunni, með varúð í huga tilbúin að loka augunum ef það skildi vera mynd af því haha.
Mummi - 23/11/09 13:29 #
Svipað ástand hrjáði mig um tíma. Þetta fór svo mikið í taugarnar á mér að ég spurði heimilislækninn minn að þessu svona e-n tímann þegar ég átti erindi til hans. Hann mælti með að prófa að taka ofnæmistöflu áður en ég fengi mér að drekka. Það væri séns að þetta væru einhverskonar ofnæmisviðbrögð. Í stuttu máli svínvirkaði þetta fyrir mig. Og systur mína, sem var einmitt haldin sama vanda.
Prófaðu þetta og komdu endilega með nýja skítadrykkjuskýrslu eftir það :)
Hjalti Rúnar Ómarsson - 23/11/09 16:08 #
Algjörlega ótengt "niðursveiflunni", þá verð ég að minna á að þú hefur oft skrifað um hvað það getur verið villandi að klippa af ásunum ;)
Mummi - 23/11/09 16:09 #
...og til að vera nú örugglega vísindalegur myndi ég í þínum sporum (a) endurtaka tilraunina nokkrum sinnum og (b) bjóða fólki í heimsókn til að stækka þýðið.