Kortalaus helgi
Fékk símtal frá bankanum í dag þar sem mér var tilkynnt að það þyrfti að loka kreditkortinu mínu. Ekki vegna óreiðu, ég borga reikninginn alltaf um hver mánaðarmót, heldur voru einhverjir krimmar búnir að afrita kort með númer nálægt mínu og eru víst að dunda sér við að búa til kort í sömu seríu. Hugsanlegt er að þeir fari að misnota kortanúmerið mitt.
- Allt í lagi hugsaði ég, debetkortið verður að duga. Nema hvað, debetkortið rann út í ágúst. Ég nota debetkort semsagt næstum því aldrei. Ég ætlaði að skjótast í bankann fyrir lokun til að sækja kortið sem bíður þar en gleymdi mér í vinnu.
Ég þarf því að stóla á reiðufé um helgina. Frúin verður að skammta seðla og skjótast fyrir mig í ríkið fyrir kvenfélagsfund annað kvöld. Það er hætt við því að ég verði ekki jafn gjafmildur á barnum og oft áður :-)
Nú er kannski stórhætta á því að einhver beri kennsl á mig í bænum annað kvöld og sjái sér hag í að komast yfir seðlaveskið mitt! Þetta var bara grín, ég er aldrei með pening á mér, betla bara á barnum og reyni að húkka mér far heim.
Jón Frímann - 20/11/09 16:31 #
Kortinu þínu hefur líklega verið stolið í BNA, ef þú hefur verið að nota vef-verslun síðustu mánuði þar í landi.
Stórt mál varðandi svona kortaþjófnað kom upp þar í landi fyrir nokkru. Þar á meðal voru nokkur íslensk kort afrituð þar.
Ég get þó ekki útilokað að þetta hafi gerst hjá þér hérna á landi. Glæpamenn eru allstaðar þessa dagana.
Siggi Óla - 20/11/09 17:53 #
Hehe eftir að hafa lesið þessa færslu er engin hætta á því að það verði ráðist á þig um helgina til að stela af þér veskinu Matti. Kortin lokuð og KONAN skammtar kvöldpeninginn. Klárlega tómt veski :) Þér verður frekar boðið upp á glas og far ef til þín sést :)
Eins gott að Gyða les ekki bloggið þitt ;)
Kristín í París - 20/11/09 22:23 #
Ég reyndi líka að borga með korti í dag sem rann út í ágúst. Tilviljun? Nei, hér hljóta æðri öfl að vera að verki.
Helgi Briem - 23/11/09 09:28 #
Varstu nokkuð á svissneskum strippstað með þremur rússneskum?