"Lofsöngurinn um gömlu kristnu gildin er búralegt afturhald"
Sigurður Þór Guðmundsson skrifar af miklu viti um gömlu (góðu) gildin.
Gömlu gildin
Þau gildi sem nú gegnsýra þjóðlífið, þrátt fyrir tímabundna kreppu, eru þau jafnræðislegustu, sanngjörnustu, mannúðlegustu og langbestu sem nokkurn tíma hafa ríkt í landinu.
Þau eru ekki kristin gildi. Þau eru gildi mannréttinda og jafnaðar, mildi og réttsýni, sem sprottið hafa upp allra síðustu aldirnar. Þessi gildi hafa þurft að berjast fyrir hugsjónum sínum en hafa loks náð því að móta okkar þjóðfélag í stórum dráttum þrátt fyrir ýmsar skuggahliðar.
Þetta eru veraldleg gildi byggð á heimspekilegri eða fræðilegri hugsun um stöðu manna í samfélaginu og eðli þess samfélags, þekkingarleit og vísindalegri hugsun. Heimspekin og fræðin skópu mannréttindi og jöfnuð, vísindin færðu okkur velmegun.
Lofsöngurinn um gömlu kristnu gildin er búralegt afturhald.
Töluvert minna vit er í skrifum séra Svavars (og Guðna Ágústssonar).
Vésteinn Valgarðsson - 16/11/09 16:15 #
Heyr heyr.
Kristinn - 16/11/09 19:51 #
Mér finnst nú dálítið til í þessu hjá Svavari. Kannski ekki með að þetta hafi verið eitthvað betra á einhverjum ákveðnum árum. En helgar eru orðnar alveg brjálaðir verslunardagar, sem þýðir að stór hluti viðskiptalífsins verður að setja allt í botn um helgar og þar hafa ekki allir hentugt val um að gera bara eitthvað annað.
Það virðist enginn sjá neitt að því að samfélagið sé hægt og rólega að verða gegnumsýrt neysluþjóðfélag allan sólarhringinn, alla daga, alltaf.
Stundum væri ég alveg til í að einhver gildi væru tekin traustataki og samfélagið allt kúgað niður á rassinn að slaka á um helgar. Bara lesa bækur og tralla með börnunum. -og ekkert sjónvarp á fimmtudögum. Ég sé bara ekkert að þeim möguleika, þó vissulega sé erfitt að ákvarða hvar skal draga línuna í slíkri forræðishyggju.
Óli Gneisti - 16/11/09 20:15 #
Svavar gleymir náttúrulega að hluti vandamálsins er mótmælendasiðgæðið, sumsé að vinna sé dyggð.
Ég er annars farinn að heillast meira og meira af hugmyndum Bertand Russell um 4 stunda vinnudag.
Matti - 16/11/09 20:19 #
Svo lengi sem allir vinna ekki sömu fjóru dagana, frídagarnir þrír væru grautleiðinlegir ef ekkert væri hægt að gera :-)
Svavar og Guðni eru náttúrulega að tala um meira en bara opnunartíma verslana sem fyrir löngu er kominn út í vitleysu, flestar búðir reknar með tapi á sunnudögum svo dæmi sé tekið.
Þó það sé fínt að slaka á heima með börnunum er líka gaman að fara í bíó (þar sem fólk vinnur), kíkja á listasafn (þar sem fólk vinnur) og setjast niður á kaffihús (þar sem fólk vinnur) áður en snætt er á veitingahúsi (þar sem fólk vinnur).
Ætlar séra Svavar annars að taka sér frí á sunnudögum eða vill hann bara vera sá eini sem þá hefur opið? :-)
einar guðjónsson - 16/11/09 23:53 #
Það er bull hjá Sigurði að þessi gildi séu hér og nú. Marga dreymir hinsvegar um að sjá þau hér.
Matti - 17/11/09 16:12 #
Hvaða gildi?
Þau gildi sem nú gegnsýra þjóðlífið, þrátt fyrir tímabundna kreppu, eru þau jafnræðislegustu, sanngjörnustu, mannúðlegustu og langbestu sem nokkurn tíma hafa ríkt í landinu.
Þau gildi sem nú gegnsýra þjóðlífið hljóta að vera hér og nú.
Aftur á móti dreymir marga um betri heim og lengi getur gott batnað. Ég er aftur á móti afar þakkláttur að lifa í dag en ekki fyrir hundrað árum.