Örvitinn

Prentarakaup - Canon iP4600

Ég gleymdi að prenta boðskort í afmælið hennar Ingu Maríu í vinnunni í dag þannig að ég sá ekki annað í stöðunni en að koma við í Elkó og kaupa prentara.

Reyndar er ég búinn að vera lengi á leiðinni að kaupa prentara en þetta var ágæt afsökun.

Ákvað að kaupa ekki "all in one" prentara (þ.e.a.s. prentara, skanna, fax) heldur keypti bara Canon litaprentara.

Nú þarf ég bara að læra að nota hann almennilega. Litirnir í fyrstu ljósmynduprentun voru ekki alveg eins og litirnir á skjánum. Held ég þurfi að stilla skjá og setja inn prófíl fyrir prentarann.

græjur
Athugasemdir

Tryggvi R. Jónsson - 11/11/09 19:48 #

Svei mér ef við eigum ekki bara svona græju frá því í febrúar og virkað ágætlega. Reyndar tengdur við Makka en litaprófílar þar eru minna vandamál... ;)

Arngrímur - 11/11/09 20:00 #

Allrahandaprentarar eru varasöm tæki. Erum með eitt stykki á safninu sem er prentari, ljósritunarvél, skanni og faxtæki, og skemmst frá að segja þjónar hann engu þessara hlutverka sinna nægilega vel. Þá er betra að kaupa toppgræjur hverja á sínu sviði.

Matti - 11/11/09 20:16 #

Ég átti einmitt allrahandaprentara sem dó fyrir nokkrum mánuðum. Vona að þessi dugi dálítið lengi.

Ég held reyndar að litaprófílar eigi ekki að vera mikið vandamál, ég er bara búinn að eiga prentarann örlitla stund :-) Auk þess held ég að það skipti meira máli hjá mér að kvarða skjáinn - hann er ansi "saturated".

Arnold - 11/11/09 20:27 #

Ég er með Canon við PC og fæ næstum alveg sama útprent og ég sé á skjánum. Kannski 3-5% frávik. Ég fór ekkert í að láta gera fyrir mig profile. Svo þarf líka eiginlega líka að gera prófíla fyrir þær pappírstegundir sem maður notar ef maður er ekki með pappír frá framleiðanda prentarans. Það er auðvelt að missa sig í þessu ef nákvæmnin er að drepa mann.

hildigunnur - 11/11/09 21:01 #

Miiiiig langar í litalaserprentara. Átti þokkalegan bleksprautu en þar sem ég notaði hann nánast bara þrisvar á ári (afmælisboðskortin fyrir börnin) þornaði blekið í honum. Brother laserinn minn er fínn og þvílíkt ódýr í rekstri, ég prenta svo mikið að ég færi á hausinn með bleksprautu.

Arnold - 11/11/09 21:29 #

Ég hef ekki enn séð laser sem kemmst nálægt góðum bleksprautu í ljósmyndaprentun. En laserinn er svo miklu ódýrari í rekstri. Blek í minn pleksprautu kostar yfir 200 þúsund líterinn sem er fáránlegt. Það dýrara en Louis XIII - Remy Martin Cognac, sen kostar svo sem líka fáránlegan pening :)

Matti - 11/11/09 22:57 #

Hvað segirðu Arnold, hver er galdurinn við að ná litunum réttum?

Ég átti einmitt ágætis laser prentara sem ég asnaðist til að henda. Maður á að eiga bæði, laser fyrir megnið en bleksprautu fyrir myndir og litprent.

Matti - 12/11/09 22:12 #

Skjárinn er alveg örugglega ekki rétt stilltur. Ég þarf að fá mér einhverja skjástilligræju.