Örvitinn

Uppgjöf - bloggtilraun lokið

BlogggáttinEins og lesendur hafa væntanlega tekið eftir hef ég bloggað eins og vindurinn í dag og gær. Í gær var þetta smá tilraun og ég hafði bara svo mikið að segja í morgun.

Tilraunin var einföld. Ég vildi sýna fram á að ástæðan fyrir því að Jónas og Egill eru alltaf efstir á Blogggáttinni er að þeir eru svo duglegir að blogga. Egill er iðinn við að setja inn efni eftir aðra og Jónas passar sig á að endurtaka sömu bloggfærslurnar trekk í trekk (fjórar af sex í gær voru um sama efni). Ég passaði mig á því að gera hvorugt, setti vissulega inn tvær vísanir en það geri ég hvort eð er reglulega. Svindlaði einnig örlítið en við skulum ekkert velta okkur upp úr því.

Það sama gildir um Sandkorn DV, þar detta inn færslur afar reglulega en ég er hissa á því að sjá AMX Fuglahvísl ofarlega á lista, hverjir lesa eiginlega AMX?

Mér sýnist Illugi Jökulsson vera vinsælasti bloggari gáttarinnar miðað við fjölda færslna.

Ég ætlaði semsagt ekkert að halda tilrauninni áfram í dag og vildi bara láta vita að ég er hættur. Það verður eðlilegt tempó á þessu héðan í frá. Húrra fyrir því! Jónas mun skila áfram sex til átta bloggfærslum á dag, þar af fjórum eða fimm um sama efni og sennilega skríður hann upp fyrir mig síðar í dag. Verði honum að góðu.

vefmál
Athugasemdir

Þórður Ingvarsson - 03/11/09 14:28 #

Gat það nú verið! Bara athyglissýki á háu stigi! Hrmphphfhhppp.

Þetta var nú orka sem hefði verið betur varið í að skrifa grein fyrir mig! Grrrrrraaargh!!!

En málið er Matti minn að þú ert nú ansi vinsæll bloggari hvorteðer, eina sem þig vantar er sjónvarpsþátt og prentmiðil og þá er ekki langt í að þú verðir vinsælasti bloggari í heiminum!!!

Matti - 03/11/09 14:33 #

Sjáum hvort það gerist ekki eitthvað gott í kvöld. Ég var byrjaður og allt, búinn að afrita heimildir í Word skjal og ritaði nokkra punkta.

Fáðu þér meira humarpasta.

GH - 03/11/09 15:00 #

Þú varst líka efstur um tíma í gær. Flott tilraun :)

Arnar - 03/11/09 15:22 #

Jæja, búinn að elda með Nönnu Rögnvalds og verið efstur á bloggáttinni.

Hvað meira getur maður beðið um :)

Matti - 03/11/09 15:29 #

Ekkert!

Teitur Atlason - 03/11/09 15:44 #

Ég bloggaði eina færslu í gær. 1060 heimsóknir.

Ég veit ekkert hvort þetta er mikið eða lítið. Ég gæti trúað því að sömu IP tölur séu á bakvið allar færslur hjá þessum vinsælu bloggurum.

Lesendagrunnurinn er ekkert svo ofboðslega stór. Bara virkur.

Matti - 03/11/09 16:32 #

Eyjan skilar hellings traffík.

Teitur Atlason - 03/11/09 16:39 #

Ég held að þumalputtareglan sé sú að þú deilir fjölda hitta sem þú færð í fjölda færslna. þá færðu út svona raun lestur.

6 færslur. = 6000 heimsóknir.

Þetta þýðir gróflega að 1000 manns séu að lesa bloggið þitt.

Hvað segir þú um þessa kenningu? Hvað ættli Ási vinur þinn segji um þetta?

Halli - 03/11/09 18:35 #

Silfur-Egill er einmitt með 5,3 færslur á dag sl. 30 daga, skv. Google Reader.

Til samanburðar er Lára Hanna með 1,3 og Stebbi Páls 1,2.

Ég er ekki með Jónas á mínum Reader, finnst hann ógeðfelldur. Egill er hins vegar svo fyndin smásál.

Matti - 03/11/09 19:43 #

Teitur, ég veit ekki alveg hvað þú ert að spá :-)

Ég get alveg séð annars vegar fjölda einstaklinga og fjölda innlita.

Matti - 03/11/09 20:03 #

Neinei, þetta eru ágætar pælingar. Ef þú ert með heildarfjölda innlita er eflaust ágætt að deila þeim í fjölda færslna til að sjá fjölda gesta.

En svo er spurning hvernig þetta er stillt. Eina leiðin til að greina innlit frá gestum er að reyna að mæla tímann milli innlita. Þ.e.a.s. ef ég kíki á síðuna þína tvisvar en það líða bara tíu mínútur á milli - þá er spurning hvort það sé greint sem eitt langt innlit eða tvö.

Lissy - 03/11/09 21:17 #

I would count that as two.

Matti - 03/11/09 21:18 #

Já, það er semsagt spurning hvernig teljarar greina það :-)